Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24071
Fjölmargar kenningar hafa verið settar fram um hvernig stjórnarfari ríkja eigi að vera háttað, og eru aðferðir þeirra og áherslur eins fjölbreyttar og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi er sú hugmynd nú orðin rótgróin að fullveldisrétturinn sé réttmæt og ævarandi eign viðkomandi þjóðar, og að almenningur, lýðurinn, eigi að ráða ferðinni – en ekki sjálfskipaðir valdsmenn. En hvernig er hægt að skipuleggja stjórnkerfi þannig að stjórnarstefnan sé í sem mestu samræmi við vilja almennings? Í þessari ritgerð verða skoðaðar nokkrar af hinum helstu lýðræðiskenningum, og kostir þeirra og gallar útlistaðir. Sumar eru grundvallaðar á nær stanslausri þátttöku borgaranna, en slíkt fyrirkomulag getur verið ýmsum vandkvæðum bundið. Aðrar kenningar byggja á afar takmarkaðri aðkomu lýðsins að mótun stjórnarstefnunnar, og er lýðræðisfyrirkomulagið þá fyrst og fremst hugsað sem aðferð til að almenningur geti á nokkurra ára fresti kosið hina hæfustu leiðtoga. Að því sögðu verður hér gengið út frá að svokölluð frjálslynd lýðræðisstefna geti öðrum fremur tryggt að samræmi sé á milli stjórnarstefnunnar og vilja almennings. Þessi tilgáta verður sannreynd með greiningu á réttmæti kenningar úr smiðju hagfræðingsins Anthony Downs, þar sem hann fjallaði um tengslin á milli lýðræðis og skynsemi innan frjálslyndrar lýðræðisstefnu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal BA Pétur Andri Pétursson Dam.pdf | 514.99 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing2016.pdf | 302.28 kB | Locked | Yfirlýsing |