is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24072

Titill: 
 • „Land fyrir frið.“ Greining á friðarviðræðum Ísraels og Sýrlands frá 1991 til 1996
 • Titill er á ensku "Land for peace." Analysis of the peace talks between Israel and Syria from 1991 to 1996
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er spurt hvers vegna friðarviðræðurnar á milli Ísraels og Sýrlands árin 1991 til 1996 skiluðu ekki árangri. Viðræðurnar eru greindar með hliðsjón af kenningum John Mearsheimer um sóknarraunhyggju og Alexander Wendt um stjórnleysi í alþjóðastjórnmálum.
  Þessar kenningar voru valdar vegna ólíkrar sýnar á hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til að samvinna tveggja eða fleiri ríkja geti gengið upp.
  Upptök deilanna á milli ríkjanna má reka til breytingar Frakklands á landamærum þáverandi Palestínu og Sýrlands árið 1923. Landamærin liggja yfir hásléttu sem nefnist Golan hæðirnar. Í dag er þetta landsvæði innan landamæra Sýrlands en er stjórnað af Ísrael. Ritgerðin varpar ljósi á hvernig Ísrael tók yfir landsvæðið árið 1967 og hvernig ríkin komu að lokum saman til þess að ræða um mögulegan frið.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að friðarviðræðurnar árin 1991 til 1996 voru aldrei líklegar til þess að skila árangri. Í ljósi kenninga Mearsheimer og Wendt voru ríkin ekki reiðubúin til þess að koma sér saman um nauðsynlegar málamiðlanir þegar kom að öryggismálum og hvernig ætti að koma á eðlilegu ástandi í samskiptum ríkjanna og slitlaði þá upp úr viðræðunum.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to examine why the peace negotiations between Israel and Syria from 1991 to 1996 were fruitless. The negotiations are analysed with regards to John Mearsheimer’s theory of offensive realism and Alexander Wendt’s theory of anarchy in international relations. The theories were chosen because they offer different explanations on what conditions need to be met in order for cooperation between states to succeed.
  The source of the conflict between Israel and Syria can be traced back to France’s decision in 1923 to move the borders between then Palestine and Syria. The borders lie over a plateau called the Golan Heights. Today, this territory rests inside the borders of Syria but under the sovereignty of Israel. The thesis details how Israel acquired the Golan Heights from Syria in 1967 and how the states came together to negotiate for peace in 1991.
  The main findings are that the peace negotiations between Israel and Syria were never likely to produce the desired results. According to the theories presented here, the participating states were not ready to make necessary compromises regarding security and normalization between the two states. For those reasons, the peace negotiations were doomed from the beginning

Samþykkt: 
 • 2.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniSæmundurAMagnusson.pdf407.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing2016.pdf302.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF