is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24080

Titill: 
  • Þeir töluðu illa um hvorn annan. Um beygingarbreytingu á orðasambandinu hver/hvor annar í íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslenskum fræðum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er breyting á beygingu fornafnasambandsins hver/hvor annar sem einnig hefur verið kallað gagnverkandi fornafn í íslensku. Lítið hefur verið fjallað um breytinguna áður en hún felst í því að í nútímamáli eru fornöfnin látin sambeygjast í setningum eins og Þeir töluðu illa um hvorn annan þar sem orðin taka fall sitt frá sama fallvaldinum. Samkvæmt upprunalegri notkun eiga fornöfnin ekki að beygjast á þennan hátt heldur á hvor að taka fall sitt frá frumlagi setningar og annar frá fallvaldi í setningunni, þ.e. sögn eða forsetningu og fer þá forsetningin á milli fornafnanna. Þá væri fyrrnefnd setning á þessa leið: Þeir töluðu illa hvor um annan.
    Málvöndunarsinnar hafa lengi amast við þessari nýju beygingu og hafa þeir skrifað í blöðin í þeim tilgangi að vara við henni. Þar má greina töluverða fordæmingu og augljóst að þeir telja auðvelt að uppræta þessa „málvillu“. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir enda er hér um málbreytingu að ræða. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á að hér sé á ferð raunveruleg og eðlileg breyting sem orðin er að máltilfinningu margra. Til að fá þetta sannað var tíðniþróun beygingarinnar skoðuð á Tímarit.is og kom þá í ljós að hún hefur verið algeng í meira en eina og hálfa öld og því alls ekki ný af nálinni. Eins var gerð könnun sem tók til raunverulegrar máltilfinningar fólks á eldri og nýrri beygingunni en með henni fékkst grunurinn endanlega staðfestur. Nútímanotkunin á orðasambandinu hver/hvor annar er mjög útbreidd og algeng í íslensku máli í dag.

Samþykkt: 
  • 2.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagbjört GuðmundsdóttirBAritgerð.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Dagbjört.pdf306.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF