is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24083

Titill: 
  • Nafn og myndbirting kynferðisbrotamanna sem brjóta gegn börnum. Hvaða verndartilgangi þjónar stimplun kynferðisbrotamanna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um nafn og myndbirtingar kynferðisbrotamanna með áherslu á þá sem brjóta gegn börnum út frá stimplunarkenningunni. Afleiðingar stimplunar afbrotamanna og samfélagslega stöðu þeirra fyrir og eftir brotin verða ræddar. Fjallað er almennt um kynferðisbrotamenn sem brjóta gegn börnum og hvað einkennir þá. Fjallað er barnahneigð og sjúkdómsvæðingu frávika og hvernig Ísland hefur brugðist við kynferðisbrotum gegn börnum. Rætt er um hvernig réttakerfið hefur brugðist við slíkum brotum ásamt því hvernig samfélagsumræðan um þau hafa þróast. Fjallað er um vefsíðuna og facebook hópinn stöndum saman sem nafn og myndbirtir einstaklinga sem hafa brotið kynferðislega gegn börnum. Úrlausnir kynferðisbrotamanna eru ræddar. Að lokum er reynt að taka saman hvaða áhrif stimplun hefur á kynferðisbrotamenn sem brjóta gegn börnum og umræða um að nafn og myndbirting þjóni í raun frekar hefndartilgangi ofar verndartilgangi og leiði hugsanlega frekar til fleiri brota heldur en að fækka þeim.

Samþykkt: 
  • 2.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- ritgerð Nína M. Þórisdóttir.pdf389.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Nína.pdf317.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF