Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2409
Í þessari ritgerð er fjallað um samsláttarhugtakið (comorbidity). Sjónum er
beint að samslætti geðraskana sem kemur fram hjá börnum og unglingum,annars vegar samslætti milli kvíðaraskana og þunglyndis og hins vegar milli kvíðaraskana og athyglisbrests með ofvirkni (AMO). Samsláttur
vísar til þess að greining á tveimur eða fleiri röskunum sé til staðar.
Fjallað verður almennt um kvíða og helstu undirflokka kvíðaraskana,kynjahlutfall kvíðaraskana og hvað gæti orsakað og viðhaldið kvíða.
Farið verður yfir helstu fræðilegar skýringar sem settar hafa verið fram
fyrir þeim samslætti sem kemur fram milli þessara geðraskana hjá börnum og unglingum. Niðurstöður helstu rannsókna á þessu sviði benda til þess að nokkrar ástæður gætu skýrt samsláttinn sem endurtekið kemur í ljós.
Ein skýringin er sú að um undirliggjandi þátt sé að ræða sem er sameiginlegur í þessum röskunum og hefur þessi þáttur verið kallaður. Neikvæð geðhrif (Negative affectivity, NA). Önnur skýring er sú að ein
geðröskun geti beint valdið því að einstaklingur fái aðra, t.d. að kvíði leiði
til þunglyndis eða að athyglisbrestur með ofvirkni (AMO) leiði til kvíða.
Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að samslátturinn sé ekki raunverulegur heldur stafi hann af því hvers konar greiningartæki eru notuð. Fjallað er í lok ritgerðar um gagnrýni á notkun hugtaksins í sálmeinafræði, sem beinist að því að ekki sé nóg vitað um orsakafræði sálmeina til að réttmætt sé að tala um samslátt milli geðraskana.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
samslattur_fixed.pdf | 100.6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |