is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24096

Titill: 
 • Alger bylting? Um breytingar á kosningaréttarlögunum 1915 og afleiðingar þeirra fyrir karla og konur í Reykjavík
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þann 19. júní árið 2015 var haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Með lögunum sem Kristján X samþykkti fengu allar íslenskar konur 40 ára og eldri rétt til að kjósa. Einnig var auka-útsvarsgreiðsla sem skilyrði fyrir kosningarétti fátækari karlmanna afnumin sem og að vinnuhjú fengu nú að kjósa. Á 100 ára kosningaafmæli kvenna þótti einhverjum þeir karlmenn sem einnig fengu kosningaréttinn á sama tíma og konurnar vera að gleymast í umræðunni.
  Í ritgerðinni verður rannsakað hvaða áhrif þessi lög höfðu á karlmenn og konur í Reykjavík. Fyrst verða umræður á Alþingi um rýmkun kosningaréttar karla skoðaðar en þar eru Alþingistíðindi helstu heimildirnar. Þar kemur í ljós að mörgum þingmönnum var mjög í nöp við að veita lausamönnum og slíkum stéttum kosningarétt á undan vinnumönnum sem þeir töldu betri stétt. Kemur það heim og saman við fyrri skrif fræðimanna um að ráðamenn hafi viljað halda sem lengst í bændasamfélagið. Margar hugmyndir voru uppi um hvernig best væri að rýmka kosningaréttinn og verður greint frá þeim flestum.
  Næst er greint frá þeim meginheimildum sem notast var við í rannsókninni. Þær eru tvær. Annars vegar er um að ræða kjörskrána vegna Alþingiskosninga fyrir Reykjavík árið 1915 og hins vegar kjörskrána vegna Alþingiskosninga fyrir Reykjavík árið 1916. Búið var að rita þá fyrri áður en nýju kosningalögin tóku gildi en sú síðari var búin til eftir að lögin höfðu verið staðfest. Þannig er hægt að bera saman þessar tvær kjörskrár og sjá hverjir bættust við árið 1916 og hvaða stétt þeir tilheyrðu. Með þeim upplýsingum er reynt að svara spurningunni hvaða áhrif lagabreytingarnar höfðu á karlmenn í Reykjavík.
  Við samanburð á kjörskránum kom í ljós að vinnumenn í Reykjavík voru mjög fáir þannig að sá hluti nýju laganna hafði hlutfallslega mjög lítil áhrif í Reykjavík. Niðurfelling auka-útsvarsskilyrðisins hefur hins vegar haft mun meiri áhrif, meðal annars vegna þess að aukning nýrra kjósenda var mun meiri en hægt er að skýra með mannfjöldabreytingum auk þess að stór hluti nýju kjósendanna voru karlmenn af lægri stéttum.

 • Útdráttur er á ensku

  On June 19th 2015 Icelandic women celebrated 100 years of suffrage. The laws that Kristján X signed gave all women over 40 years of age suffrage. The same laws also gave servants suffrage and tax requirements for males to vote were abolished. Surrounding the 100 year anniversary celebration of women‘s suffrage voices were heard asking if the males who also got their suffrage were being forgotten in the public discourse.
  This thesis‘ goal is to see in what ways those laws had on Reykjavík‘s males. First shown is the discourse on Alþingi regarding extending suffrage to the poorest of males. Alþingistíðindi are the main sources when dealing with that discourse. As we will see many of the members of Alþingi were against giving suffrage to the poor males before giving it to servants, which they thought were a better class. This view is accordant to scholarly writings that say that politicians tried to hold on to the conservative farming-society. Members of Alþingi had many ideas as to how they could extend the suffrage and in the paper many of them will be talked about.
  In the next chapter the main sources for the thesis are revealed. The sources are two electoral rolls. One is for Reykjavík 1915 and the other is for Reykjavík 1916. Both are electoral rolls for voting for Alþingi. The first electoral roll was ready before the suffrage was extended and the other is the first since the suffrage was extended. That makes it possible to compare the two electoral rolls to see who of the voters on the 1916 electoral roll were new voters and what class they belonged to.
  The comparison brought to light that there were very few servants in Reykjavík, so that part of the law had just a tiny effect in Reykjavík. The abolishment of the tax requirements seems to have more effect in Reykjavík: The count of new voters was much higher than the population growth in addition to that a large part of the new voters were lower class males.

Samþykkt: 
 • 3.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnar Logi - Alger bylting.pdf535.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_RagnarLogi.pdf302.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF