is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24099

Titill: 
  • Syndir holdsins: Skilgreining viðbrögð og úrræði við stafrænu kynferðisofbeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hefndarklám, eða hrelliklám hefur á síðustu árum sprottið upp í umræðunni. Í þessari ritgerð er notast við hugtakið stafrænt kynferðisofbeldi til að lýsa því. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar kynferðislegt efni, svo sem nektarmyndir eða kynlífsmyndbönd, fer í dreifingu um netið án samþykkis myndefnisins. Um er að ræða nýjan anga kynferðisofbeldis sem lögregla virðist vera máttlaus gagnvart og stjórnvöld sýna lítinn áhuga. Hugmyndir um karlmennsku, kynfrelsi, kynslóðarbil netnotenda og baráttu kvenna fyrir jöfnum réttindum mynda kenningaramma ritgerðarinnar. Því næst er stafrænt kynferðisofbeldi skilgreint, litið er á samfélagslegar og persónulegar afleiðingar slíks ofbeldis og það sett í lagalegt samhengi. Að lokum er litið á internetið, og hvort það sé öruggur vettvangur fyrir konur. Niðurstaðan er sú að samfélagslegar afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis eru gífurlegar, en þó ekki öllum ljósar og að stjórnvöld ættu að líta slíkt ofbeldi alvarlegum augum. Umræða um stafrænt kynferðisofbeldi er mjög kynjuð og druslusmánun og þolendastimplun yfirgnæfa umræðuna.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Hólmkelsdóttir Syndir Holdsins.pdf748.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Hulda.pdf316.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF