is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24100

Titill: 
 • Sjálfstæði sveitarfélaga í uppnámi? Um áhrif inngripa og takmarkana ríkisins á skipulagsvald sveitarfélaga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um áhrif inngripa og takmarkana ríkisins á skipulagsvald sveitarfélaga. Þá með áherslu á á hvernig skilja megi inngrip og takmarkanir ríkisins á því sviði. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar er byggður á umboðskenningum þar sem sérstaklega er fjallað um framsal valds og ábyrgðar. Sérstaklega er fjallað um kenningar Ström og Majone um umboð. Reynt var að varpa ljósi á hvort inngrip og takmarkanir ríkisins á skipulagsvald sveitarfélaga kunni í einhverjum tilvikum að valda því að sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga sem þeim er tryggður lögum samkvæmt skerðist að einhverju leyti. Í kjölfarið þá hvort slík skerðing geti orðið til þess að umboðsvandi geti skapast og hugsanlegt umboðstap.
  Rannsóknin er eigindleg rannsókn þar sem greint verður ákveðið tilvik. Það tilvik sem skoðað er hér sérstaklega eru þær lagalegu takmarkanir sem fram koma í lögum nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Lögin voru sett af fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Byggt er á fyrirliggjandi gögnum. Gögnin eru síðan greind og ályktanir dregnar í kjölfarið.
  Helstu niðurstöður eru þess efnis að þær lagalegu takmarkanir sem felast í lögum um verndarsvæði í byggð skerða skipulagsvald sveitarfélaga að mörgu leyti og nokkur ákvæði laganna fela í sér að hugsanlega kunni að koma upp umboðsvandi milli ríkisins (forsætisráðherra) og íbúa sveitarfélaga í formi upplýsingavanda. Upplýsingavandinn kann síðan að leiða til umboðstaps milli sveitarstjórnar og íbúa sveitarfélagsins. Einnig er hugsanlegt að upp komi freistnivandi milli ráðherrans og íbúa þar sem segja má að lögin hafi verið sniðin að miklu leyti að þeim aðila sem fram kom með frumvarpið, þ.e. forsætisráðherra.
  Helstu niðurstöður eru einnig þess efnis að ráðherra virðist hafa skort traust í garð bæði sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar. Sést það best á því að verkefni sem áður heyrðu undir þessa tvo aðila færast að einhverju leyti til ráðherrans og undirstofnunar hans, Minjastofnunar með lögunum. Tilgangur framsals valds til slíkra sjálfstæðra aðila hefur einmitt verið sá að auka traust í stjórnsýslunni og minnka pólitísk afskipti. Með þessum lögum má hinsvegar segja að þetta framsal valds sé skert að mörgu leyti enda færist ákvörðunarréttur til ráðherra í einhverjum tilvikum í stað ofantalinna aðila og ákvarðanir geta þannig litast af pólitískum skoðunum.

Samþykkt: 
 • 3.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Birna Ólafsdóttir 1.pdf481.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_IngaBirna.pdf311.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF