is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24105

Titill: 
  • Birting innherjaupplýsinga. 122. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og afleiðingar breytinga á evrópsku regluverki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lagareglum um upplýsingaskyldu útgefanda á fjármálamarkaði er ætlað að auka traust og gagnsæi á fjármálamarkaði og koma í veg fyrir ósamhverfu í dreifingu upplýsinga. Upplýsingaskylda útgefanda á fjármálamarkaði skv. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti kveður á um skyldu útgefanda fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga, til þess að birta almenningi á EES svæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Birtingarskyldan er nánar útfærð í 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.
    Í ritgerðinni er fjallað um innleiðingu birtingarskyldunnar hér á landi sem byggir á tilskipun 2003/6/EB og undirtilskipun 2003/124/EB og þá framkvæmd sem skapast hefur um birtinguna hér á landi, með áherslu á stjórnsýsluframkvæmd Fjármálaeftirlitsins. Helsta álitamálið um birtingarskyldu útgefanda hér á landi lýtur að tímamarki birtingarskyldunnar, en það álitamál hefur einnig skapast í öðrum EES ríkjum sem innleitt hafa fyrrgreindar tilskipanir. Til samanburðar við innlenda framkvæmd er litið til framkvæmdar um birtingarskyldu innherjaupplýsinga, meðal annars í dönskum rétti. Þá er auk þess fjallað um með hvaða hætti útgefandi fullnægir birtingarskyldunni og þau viðurlög sem hægt er að beita útgefendur vegna brota á skyldunni, annars vegar á grundvelli opinbers réttar og hins vegar á einkaréttarlegum grundvelli vegna brota á reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga útgefnum af Nasdaq OMX Iceland hf.
    Í ritgerðinni er einnig fjallað um nýlegar breytingar á evrópsku regluverki er varða birtingu innherjaupplýsinga, en nýleg reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik tekur gildi innan Evrópusambandsins 3. júlí 2016. Þar sem reglugerðin er EES-tæk má búast við að hún verði innleidd hér á landi, en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Fjallað verður um þær breytingar sem reglugerðin felur í sér og þau áhrif sem búast má við að innleiðing reglugerðarinnar hafi á birtingarskyldu innherjaupplýsinga hér á landi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elimar Hauksson-samsett.pdf835.61 kBLokaður til...03.05.2078HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Elimar.pdf301.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF