is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24108

Titill: 
  • Brot gegn lögreglumönnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umræða um ofbeldi gegn lögreglumönnum hefur verið mikil síðastliðinn áratug. Lögreglan þarf í starfi sínu að vera í miklum samskiptum við almenning. Vegna þessara miklu samskipta sem lögreglan hefur við hinn almenna borgara getur komið upp ágreiningur þar á milli og í sumum tilfellum verða lögreglumenn fyrir ofbeldi, hótun um ofbeldi eða tálmunum á annan hátt í starfi.
    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða verknaðarþætti og verknaðaraðferðir brota gegn valdstjórninni samkvæmt. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, framvegis skammstöfuð hgl. Ákvæðið hefur þrisvar sinnum tekið breytingum og skoðað er í ritgerðinni hvað fólst í hverri breytingu. Fjallað verður um réttindi og skyldur lögreglumanna, þ.e. markmið lögreglunnar sem kemur fram í 2 mgr. 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, störf hennar og þær heimildir hún hefur til valdbeitingar. Einnig verður tekið til skoðunar matskenndar heimildir laganna og málefnaleg sjónarmið sem lögreglan þarf að líta til þegar ákvörðun er tekin. Verndarhagsmunir 106. gr. hgl. eru bæði almanna- og einkahagsmunir þó almannahagsmunir vegi mun þyngra. Umfjöllun um þolendur í ritgerðinni er afmörkuð við lögreglumenn en einnig verður fjallað um verknaðarandlag og gerendur í kafla 5.
    Aðalmarkmið ritgerðarinnar er að skoða verknaðarþætti og verknaðaraðferðir brota gegn lögreglumönnum. Farið er yfir þá verknaðarþætti sem finna má í ákvæðinu en þeir eru fimm talsins. Þá verður einnig í kaflanum um verknaðarþætti fjallað um fullframningarstig, tilraun og í lok kaflans verður umfjöllun um neyðarvörn og neyðarrétt. Næst verður fjallað um þær verknaðaraðferðir sem fallið geta undir 106. gr. hgl. Skoðaðir verða dómar Hæstaréttar og héraðsdómar í því skyni að meta hvaða aðferðir falla undir hverja verknaðaraðferð í skilningi ákvæðisins, en ekki er þó um tæmandi talningu að ræða. Þá verður í ritgerðinni fjallað um ásetning og stig hans. Undir lok ritgerðarinnar verður tekið til skoðunar 155. gr. og 156. gr. norsku hegningarlaga nr. 28/2008 en ákvæðin fjalla um brot gegn opinberum starfsmönnum og verður ákvæðunum borið saman við ákvæði 106. gr. hgl.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kanna vernd lögreglumanna gegn ofbeldi, hótunum eða annars konar tálmunum í starfi, skv. 106. gr. hgl. Aðaláherslan er að skoða verknaðarþætti ákvæðisins og þær verknaðaraðferðir sem koma fram í ákæðinu. Brot gegn lögreglumönnum eru algeng en á árunum 2010-2013 voru 321 skráð brot á ári að meðaltali og árið 2014 voru þau 400 talsins.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa Jónsdóttir.pdf828,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Elsa.pdf298,49 kBLokaðurYfirlýsingPDF