Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24110
Rannsóknin er í grunninn textagreining á miðaldatextum sem innihalda meykóngaminnið eða sagnaminnið um konungsdótturina sem neitar að ganga í hjónaband og ríkir þess í stað sem konungur. Meykóngaminnið birtist einna helst innan frumsamdra riddarasagna og fornaldarsagna Norðurlanda, en það kemur einnig fyrir í rímum og þjóðsögum. Í ritgerðinni er leitað að fyrirmyndum meykónga í íslenskri og erlendri sagnahefð. Sjónum er þó einkum beint að sameiginlegum einkennum meykónga og annarra sambærilegra kvenpersóna. Megináhersla er lögð á að rannsaka hvernig meykóngurinn mótaðist innan riddarasagnahefðarinnar. Skoðað er hvernig meykóngar birtast innan skilgreindra meykóngasagna og hvaða þættir innan frásagnarinnar móta ímyndir þeirra. Jafnframt fer fram athugun á framsetningu kyngervis innan sagnanna og hvernig hún setur svip sinn á birtingarmyndir meykóngsins. Fjallað er um hvernig formgerð sagnanna aðgreinir meykónga frá öðrum kvenpersónum íslenskrar bókmenntahefðar. Að auki er leitast við að greina innri tengsl og uppbyggingu meykóngaminnisins út frá valdi og stöðu.
Lykilorð: Miðaldafræði, Meykóngar, Meykóngahefð, Meykóngasögur, Íslensk sagnahefð, Íslenskar bókmenntir, Frumsamdar riddarasögur, Bókmenntagreining
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.A.Ritgerð.pdf | 972.76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Ásthildur.pdf | 305.48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |