is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24112

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar og þróun hennar yfir síðustu árin: Erum við að hreyfa okkur fyrir aðra en okkur sjálf?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það er fátt mikilvægara fyrir manneskju en góð heilsa og því á regluleg hreyfing að vera partur í lífi hvers manns. Hins vegar virðist nútímalífsstíll okkar draga okkur verulega niður og kyrrseta er stórt partur af samfélaginu. Bílar, snjall símar og önnur rafknúin tæki eru orðnir að sjálfsögðum hlutum og regluleg hreyfing utan vinnutíma fer minnkandi. Svo virðist sem að það hafi verið auðveldara fyrir einstaklinga að vera í góðu formi fyrir 30 árum en nú til dags. Nútímasamfélagið virðist einnig ýta undir samanburð en við erum alltaf að bera okkur saman við aðra í kringum okkur. Hreyfing snýst ekki lengur um að hreyfa sig fyrir sjálfan sig heldur til að geta borið sig saman við næsta mann. Þessi samanburður hefur síðan áhrif á sjálfsmynd okkar þar sem við verðum annað hvort ánægð eða óánægð með samanburðinn, sem eykur líkur á til dæmis átröskun, steranotkun og vöðvafíkn. Þessi ritgerð fjallar um áhrif hreyfingar og þróun hennar yfir síðustu árin. Síðan mun ég fjalla um það hvort við séum að hreyfa okkur fyrir aðra en okkur sjálf og hvers vegna við þurfum að hreyfa okkur meira núna en áður fyrr. Einnig mun ég fjalla um félagslegan samanburð og afstæðan skort.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif hreyfingar og þróun hennar yfir síðustu árin.pdf748.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Jenný.pdf311.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF