is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24125

Titill: 
  • Kennitöluflakk í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kennitöluflakk er meinsemd í íslensku efnahagslífi sem er fólgin í misnotkun á reglunni um takmarkaða ábyrgð hluthafa. Líkindi eru fyrir því að íslenskt samfélag verði af tugum milljarða króna á ári hverju vegna háttsemi sem telst til kennitöluflakks. Flest allir eru sammála um að vandamálið sé til staðar og að ekki hafi náðst viðunandi árangur. Þrátt fyrir það hafa ekki átt sér stað neinar meiriháttar breytingar á gildandi rétti á undanförnum árum í því skyni að sporna gegn kennitöluflakki. Í þessari ritgerð verður leitað svara við þeirri spurningu hvers vegna ekki hafi náðst viðunandi árangur í baráttunni gegn kennitöluflakki. Þá verður einnig leitast við að leggja fram tillögur að úrbótum sem geta nýst til þess að stemma stigu við kennitöluflakki án þess að komið sé í veg fyrir arðvænlega og heiðarlega atvinnustarfsemi því samfara.
    Til þess að svara þessum spurningum verður vandamálið, kennitöluflakk, afmarkað og það aðgreint frá annarri lögmætri háttsemi. Áður en það verður gert verður fjallað um regluna sem verið er að misnota, reglan um takmarkaða ábyrgð hluthafa, ásamt því að fjalla um samnings- og lögbundið mótvægi við þá reglu. Til þess að unnt sé að leggja mat á það hvers vegna viðunandi árangur hafi ekki náðst er lykilatriði að rannsaka vel þær leiðir sem tækar eru í gildandi rétti til þess að takast á við vandamálið. Í ritgerðinni verður því fjallað um þær leiðir sem eru tækar í gildandi rétti til þess að takast á við kennitöluflakk. Þar sem kennitöluflakk er ekki séríslenskt fyrirbæri verður fjallað um helstu leiðir sem farnar hafa verið í erlendum rétti til þess að sporna gegn kennitöluflakki. Sú umfjöllun mun einkum taka mið af þeim leiðum sem Norðurlandaþjóðirnar og sömuleiðis Bretar og Írar hafa farið í þessum efnum.
    Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að á grundvelli veikrar löggjafar sem er beitt af lítilli festu sé Ísland kjörlendi fyrir kennitöluflakk. Þá eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem eiga að geta nýst til þess að stemma stigu við kennitöluflakki án þess að komið sé í veg fyrir arðvænlega og heiðarlega atvinnustarfsemi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð kennitöluflakk.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Meistararitgerð kápa.pdf105.71 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Guðmundur.pdf306.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF