is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24126

Titill: 
 • Frelsissviptingarákvæði almennra hegningarlaga: Dómaframkvæmd 226. gr. hgl. með sérstakri áherslu á mál í tengslum við handrukkun og aðra sambærilega háttsemi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Allir geta verið sammála Birni Jörundi Friðbjörnssyni um að frelsið sé yndislegt og að á því munum við seint verða leið. Réttur til frelsis er ennfremur stjórnarskrárvarinn því að í 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 segir að engan megi svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Þá er það refsivert samkvæmt 226. gr. almennu hegningarlaganna nr. 19/1940 að svipta annan mann frelsi að viðurlögðu fangelsi allt að 4 árum. Frelsissvipting kemur einnig fram sem afbrot í 193. gr. og 227. gr. hgl. Hefting á frelsi einstaklings er því í hópi alvarlegustu afbrota sem hægt er að fremja hérlendis sem og annars staðar í heiminum.
  Á síðastliðnum árum hefur borið æ meira á frelsissviptingarmálum í íslensku samfélagi og oft á tíðum í tengslum við einhvers konar uppgjör milli meðlima í undirheimunum, til að mynda við framkvæmd á svokölluðum handrukkunum. Upp hafa komið mál þar sem einstaklingar hafa verið sviptir frelsi sínu svo dögum skipti og látnir sæta ótrúlegustu barsmíðum, fjölskyldumeðlimum þeirra hótað og jafnvel eru til atvik þar sem að einstaklingar hafa verið sprautaðir með notuðum sprautunálum. Það verður að teljast hægara sagt en gert að komast yfir slíka meðferð og vinna úr slíkri reynslu og eru þess mörg dæmi um að brotaþolar greinist með áfallastreituröskun en einnig eru dæmi þess að þolendur slíks ofbeldis þurfi hreinlega að flytja búferli sín út á land eða frá sínum heimabæ.
  Þetta eru þó ekki einu málin þar sem frelsissviptingar eiga sér stað, því ákvæði 226. gr. hgl. hefur ekki að geyma nein fastákveðin tímamörk á frelsissviptingunni sjálfri þannig ekki er nauðsynlegt að um langvarandi sviptingu á frelsi sé að ræða. Það getur því oft verið erfitt að átta sig á því hvenær hin raunverulega frelsissvipting hefst, en til eru dæmi þess að dómstólar hafi talið tuttugu til þrjátíu mínútur duga til að um sé að ræða frelsissviptingu.
  Meginefni þessarar ritgerðar verður að skoða 226. gr. hgl., það er að segja þau tilvik þar sem refsiverð frelsissvipting á sér stað, í þaula og bera saman bækur við hliðstætt ákvæði í dönsku hegningarlögunum og þá verða einnig horft sérstaklega til hvaða háttsemi það er sem sætir ákæru fyrir 2. mgr. 226. gr. hgl. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað almennt um ákvæði 226. gr. hgl., bæði hvað varðar uppruna ákvæðisins og einnig fræðileg atriði í tengslum við beitingu ákvæðisins í íslenskum refsirétti. Í þriðja kafla verður fjallað um þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að um brot á 1. og 2. mgr. 226. gr. hgl. sé að ræða og hvernig dómstólar landsins meta þær aðstæður sem uppi eru í hverju máli fyrir sig, m.a. hvað varðar tímalengd frelsissviptingar og ásetning geranda. Í fjórða kafla ritgerðarinnar verður ákvæði 226. gr. hgl. borið saman við ákvæði 225. gr. hgl. um ólögmæta nauðung. Fjallað verður um sameiginleg einkenni ákvæðanna og reynt að greina hvaða háttsemi á undir hvort ákvæði, en í framkvæmdinni er oft mjótt á milli.
  Í fimmta kafla verður fjallað um hliðstætt ákvæði dönsku hegningarlaganna um frelsissviptingu og kenningar danskra fræðimanna bornar saman við íslenska og danska dómaframkvæmda, sérstaklega með tilliti til háttsemi sem einnig gæti átt undir rán samkvæmt 252. gr. hgl. eða fjárkúgun í 251. gr. hgl. Í sjötta kafla verður síðan gerð ítarleg úttekt á háttsemi sem er talin varða við handrukkun eða sambærileg mál þar sem frelsissviptingu er beitt sem verknaðaraðferð. Farið verður yfir hugtakið handrukkun, enda ekki um að ræða hugtak sem hefur verið skilgreint lögfræðilega. Skoðuð verður réttarþróun ákvæðisins, það er að segja hvernig háttsemi eru að sæta ákæru fyrir 226. gr. hgl. í dag samanborið við síðasta áratug. Þá verður reynt að leitast við að sjá í hvaða tilvikum sakfellt er fyrir 251. gr. eða 252. gr. hgl. samhliða frelsissviptingarákvæðinu í 226. gr. hgl.
  Að lokum verða niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í sjöunda kafla.

Samþykkt: 
 • 3.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð final - Jóhann Skúli Jónsson PDF.pdf899.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_JóhannSkúli.pdf301.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF