is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24127

Titill: 
  • Málsvarar Ísraels í Bandaríkjunum. Áhrif og ítök Ísraels lobbísins
  • Titill er á ensku Representatives of Israel in the United States. The power and influence of the Israel Lobby
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almannatengsl hafa löngum skipað stóran sess í stjórnsýslu og stjórnkerfi Bandaríkjanna. Hafa almannatengsl verið ríkulegur partur af stjórnmálsögu Bandaríkjanna en fer þar mest fyrir einni undirtegund almannatengsla, lobbíisma (e. lobbyism). Í þessari ritgerð er saga almannatengsla í Bandaríkjunum rakin í grófum dráttum og hlutverk og mikilvægi lobbíisma í bandarískum stjórnmálum útskýrt. Hagsmunasamtök og þrýstihópar eru jafnframt skilgreind og starfsemi og mikilvægi þeirra í bandarískum stjórnmálum útskýrð. Fjallað er um Ísraels lobbíið (e. The Israel Lobby) en þrátt fyrir sterka stöðu í bandarískri stjórnsýslu hefur það fengið takmarkaða fræðilega og almenna umfjöllun undanfarna áratugi. Í ritgerðinni er gerð tilraun til þess að skilgreina og útskýra starfsemi og stöðu Ísraels lobbísins innan Bandaríkjanna. Sökum umfangs Ísraels lobbísins er ekki unnt að fjalla um allar þær einingar sem innan þess leynast. Því er umfjölluninni beint að American Israel Public Affairs Committee (AIPAC) en þau samtök eru leiðandi eining innan Ísraels lobbísins og því notuð sem dæmi í þessari ritsmíð. Mavi Marmara atvikið frá 2010 er útskýrt og viðbrögð AIPAC við atvikinu eru greind út frá þeim hugmyndum um starfsemi Ísraels lobbísins sem kynntar eru í þessari ritgerð. Þær hugmyndir byggja að stórum hluta á bókin The Israel Lobby and US Foreign Policy. Út frá greiningu á minnisblaði sem AIPAC sendi frá sér í kjölfar atviksins er sú ályktun dregin að starfsemi Ísraels lobbísins sé í samræmi við þær hugmyndir um starfsemi lobbísins sem raktar eru í þessari ritgerð.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Rúnar Örn Birgisson -Málsvarar Ísrael í Bandaríkjunum.pdf758,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_RúnarÖrn.pdf297,78 kBLokaðurYfirlýsingPDF