Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24128
Erfiðleikar við aðlögun múslíma í Evrópu vekja spurningar um hvað sé til lausnar. Gettómyndun jaðarsettra hópa er áhyggjuefni og ekki bæta úr skák þau hryðjuverk sem framin eru í Evrópu í nafni íslam. Mikilvægi þess að finna svör við yfirstandandi vandamálum er knýjandi.
Þessi ritgerð er heimildarýni á skrif ýmissa fræðimanna og er efnið skoðað sérstaklega frá sjónarhorni mannfræði stjórnmála, þjóðernishópa og trúarbragða. Í ritgerðinni er spurt: Hvað er það í íslam og vestrænni menningu sem gerir aðlögun múslíma í Evrópu erfiða og hvernig mætti vinna á farsælan hátt að aðlögun múslíma þar?
Rýning gagna gefur til kynna að helsta ástæða erfiðleikanna sé samsömunarsmíð þjóðernishópa með andstæðri aðgreiningu (dichotomisation), bæði af hálfu múslíma og annarra Evrópubúa og að mati margra fræðimanna verður best spornað við núverandi þróun með innleiðingu pólitískrar fjölhyggju.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal BA ritgerð Halldór Nikulás Lárusson.pdf | 548.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 35.94 kB | Lokaður | Yfirlýsing |