en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2412

Title: 
  • Title is in Icelandic Mansal barna og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands vegna þess
Other Titles: 
  • Other Titles is in Icelandic Child Trafficking and Icelandic international obligation's thereto.
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Vinna barna hefur verið þrætuepli í gegnum tíðina, ýmsir halda því fram að það sé bara hollt fyrir börn að vinna og kenni þeim ábyrgð og virði peninga á meðan aðrir vilja banna alla vinnu barna. En þrátt fyrir ágreining eru allir sammála að í sum störf og atvinnugreinar ætti aldrei að ráða börn og í 32. gr. Barnasáttmálans segir að vernda eigi börn gegn arðráni og frá því að vinna störf sem eru líkleg til að barni stafi hætta af eða komið geti niður á námi þess eða skaðað heilsu þess eða líkamlegan, sálrænan, andlegan, siðferðislegan eða félagslegan þroska. Mansal er stórkostlegt brot á mannréttindum og atlaga að virðingu og heiðarleika alls mannkyns. Mansal barna sviptir þau rétti þeirra til að vernda persónu sína, rétti til menntunar, heilbrigðisþjónustu, hvíldar, heilbrigðar æsku og gefandi og fullnægjandi lífs. Mansal sviptir börn ennfremur rétti til þess að verða ekki fyrir refsingu eða að sæta annarri niðurlægjandi meðferð. Þau börn sem orðið hafa fórnarlömb mansals eru undirokuð og andlega kúguð af misindismönnum sínum, þeim sem selja þau, vinnuveitendum, hórmöngurum og kúnnum. Engar ákveðnar tölur eru til um umfang mansals en ljóst er að það eykst ár frá ári og ekkert lát virðist vera þar á. Ýmsir alþjóðlegar skilgreiningar hafa orðið til hin síðari ár á mansali og alþjóðlegir samningar og samstarf gegn mansali litið dagsins ljós. Ísland hefur tekið þátt í slíku samstarfi á ýmsum vettvöngum. En skort hefur upp á að það starf sem þar er unnið sé fært hingað til lands og virðist sem að hugsunin sé enn sú að hér á landi fari ekki fram mansal. Samt sem áður er Ísland skuldbundið á alþjóðavettvangi til að fullnægja skyldum þeim sem lagðir eru á aðildarríki samkvæmt þeim alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og ber að standa við þær. Ákvæði um mansal kom inn í íslensk hegningarlög árið 2003 og virðist sem að á þeim tíma hafi verið talið að íslensk löggjöf væri fullkomlega í stakk búin til að refsa einstaklingum fyrir mansal en það gleymdist hins vegar að líta til þess hvernig íslensk löggjöf og framkvæmd myndi fullnægja skuldbindingum Íslands skv. alþjóða samningum vegna verndar fórnarlamba mansals. Hér á landi hefur ekki verið til staðar nein heildstæð áætlun um það hvernig taka eigi á tilvikum þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða og því hefur vernd fórnarlamba mansals verið ófullnægjandi. Í framhaldi nýtilkominnar aðgerðaráætlunar um mansal þá ætti að verða breyting þar á og verður spennandi að fylgjast með hvernig það starf þróast og tekst til.

Accepted: 
  • May 4, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2412


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerdheild_fixed.pdf808.43 kBOpenHeildartextiPDFView/Open