is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24132

Titill: 
 • Fötluð börn í grunnskólum: Verklag og líkamleg inngrip
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin fjallar um stefnumótun yfirvalda í málefnum fatlaðra barna á Íslandi, með áherslu á réttindi þeirra varðandi líkamlegt inngrip innan grunnskóla.
  Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að skoða stefnumótun yfirvalda á Íslandi í málefnum fatlaðra barna í alþjóðlegu samhengi og hins vegar að skoða hvert eftirlitið sé með líkamlegum inngripum í grunnskólum, með áherslu á börn með þroskahömlun og/eða ögrandi hegðun.
  Notast er við eigindlega aðferðarfræði og rannsóknin er tilviksrannsókn. Gögnum var safnað með viðtölum við átta skólastjórnendur í Reykjavík og með því að skoða lagalegt umhverfi grunnskóla, alþjóðasamninga og stefnumótun yfirvalda. Áhersla var á að tengja niðurstöður viðtalanna við opinbera stefnumótun og mismunandi sjónarhorn fötlunarfræðinnar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru, að stefnumótun í málefnum fatlaðra barna á Íslandi sé að mörgu leyti sambærileg alþjóðlegri þróun, að því leyti að áhersla er lögð á að fötluð börn geti tekið þátt í samfélaginu, til jafns við önnur börn. Þó virðist stefna varðandi réttindagæslu fatlaðra barna í grunnskólum vera óljós. Eftirlit með atvikum þar sem gipið hefur verið til líkamlegs inngrips er lítið og ómarkvisst. Mun skýrari stefna virðist vera í málefnum fatlaðs fólks á stofnunum og eftirlit með atvikum þar sem einstaklingur hefur verið beittur e líkamlegu inngripi er mun meira. Málefni fatlaðra barna virðast þannig hafa orðið útundan í þróun og útfærslu lagasetningar í málaflokknum.
  Lykilorð: Grunnskólar, Fötlun, Ögrandi hegðun, Réttindagæsla, Nauðung, Eftirlit

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis describes public policy making relating to disabled children in Iceland, focusing on their rights concerning physical intervention in primary schools.
  The objective of this research is on one hand to examine the policy making of public authorities in Iceland in the matters of disabled children in an international context, and on the other hand to determine what monitoring exists of physical intervention in primary schools, with an emphasis on children with developmental disabilities and/or challenging behavior.
  The research was conducted using a qualitative method, specifically the case study method. Data was gathered by interviewing eight school administrators in Reykjavík and by examining the legal environment for primary schools in Iceland, international conventions and government policy making. There was an emphasis on connecting the results of the interviews to public policy and the various points of view within the field of disability studies.
  The main findings of the study are that policy making in the affairs of disabled children in Iceland is in many ways comparable to the development in other countries, in that the focus is on the ability of disabled children to participate equally in society. However, the policy regarding the protection of the rights of disabled children in primary schools seems unclear. The monitoring of incidents in schools where physical intervention is necessary, is limited and unfocused. The policy for disabled people in public institutions seems much clearer and the monitoring of incidents of physical intervention much more focused. The affairs of disabled children therefore seem to have been left out in the development and implementation of legislation in the field.

Samþykkt: 
 • 3.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24132


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir-FINAL.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_RagnheiðurAnna.pdf358.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF