Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24143
Íslamska ríkið var stofnað árið 2014 og hafa samtökin farið ört stækkandi síðan. Markmið samtakanna er að stofna Kalífaríki þar sem heimur múslíma er hugsaður sem eitt. Meðlimir samtakanna eru að mestu leyti súnní múslímar en þó hafa einstaklingar úr öllum áttum heimsins lagt leið sína til Sýrlands til að ganga til liðs við samtökin. Þó að Íslamska ríkið sé frekar nýtt af nálinni eiga samtökin sér langan aðdraganda. Mikið hefur verið skrifað um Íslamska ríkið og hafa vestrænir fjölmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í ritgerðinni skoðum við og leggjum hvað mesta áherslu á fyrirbærið Íslamska ríkið, hvaðan það kemur og hvers vegna. Af hverju samtökin kenna sig við ríki og hver munurinn á Íslamska ríkinu og öðrum róttækum öfgahópum er verða gerð skil á. Hugtakið jihad er gegnumgangandi í verkinu en þar sem talað er um Íslamska ríkið er oftast minnst á jihad. Fjölmiðlar eiga það til að skilgreina það á annan hátt en það þýðir í raun og veru en erfitt getur verið að útskýra það á einn skýran hátt og til að mynda vilja meðlimir samtakanna meina að hugtakið hafi aðra merkingu en það gerir. Þar sem Íslamska ríkið er nýtt fyrirbæri og er að gerast á þeim tíma sem ritgerðin er skrifuð er erfitt að festa reiður á því, allt getur verið breytt á morgun.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Íslamska ríkið - skuggamynd fortíðar.pdf | 652,19 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_ArnaRegína.pdf | 311,47 kB | Locked | Yfirlýsing |