is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2415

Titill: 
 • Dómstólar geta ekki vikið sér undan því að taka afstöðu. Um vernd efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda fyrir dómstólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er hvernig unnt er að leita verndar dómstóla hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg mannréttindi m.a. hvað varðar réttinn til félagslegs öryggis, heilsu og viðunandi lífsafkomu. Áhersla er að aðferðafræðilega nálgun, þ.e. hvernig dómstólum beri að komast að niðurstöðu í dómsmálum á þessu sviði og hvaða lögskýringarsjónarmiðum og mælikvörðum beita á.
  Fjallað er um stjórnskipulega vernd réttindanna og hin miklu tengsl mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar við alþjóðlega mannréttindasáttmála. Af þeirri umfjöllun má ráða að efnisleg vernd 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar nær líklega heldur lengra en oft virðist hafa verið talið í fræðiumfjöllun. Þá er fjallað um helstu sjónarmið við túlkun ákvæðanna en slík túlkun verður að taka mið af þeirri staðreynd að mannréttindaákvæði endurspegla ákveðin grunngildi og verða því túlkuð borgaranum í hag með hliðsjón af alþjóðasamningum og túlkunin kann að breytast í tímans rás.
  Skyldum ríkja samkvæmt ákvæðum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi er lýst í þremur flokkum, skyldu til að virða, vernda og efna réttindin. Skyldurnar takmarkast hins vegar að ákveðnu leyti af orðalagi ákvæða alþjóðasamninga á þessu sviði um að réttindin séu háð framþróun í aföngum og takmarkist við efnahagslega getu ríkja. Þá er lýst þeirri háttsemi ríkja sem telst brot á þessum skyldum og fjallað um erlenda dóma þar sem fjallað hefur verið um þessa háttsemi.
  Til nánari útlistunar á því hvernig dómstólar geta nálgast þessi álitaefni þá eru teknir til umfjöllunar nokkrir mismunandi mælikvarðar á háttsemi ríkja. Með þessum mælikvörðum er unnt að leggja lögfræðilegt mat á háttsemi ríkja, m.a. með því að kanna hvort lágmarksinntak réttinda sé uppfyllt eða hvort vísvitandi aðgerðir sem fela í sér afturför hafi verið réttlætanlegar.

Samþykkt: 
 • 4.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KHR_fixed.pdf2.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna