is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24150

Titill: 
  • Okkar eigin staður, tillaga að barnalistasafni í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð tillaga um sérstakt barnalistasafn í Reykjavík. Ritgerðin er tvískipt og er í fyrri hluta hennar litið til framboðs á list, menningarviðburðum og dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Reykjavík. Framboðið takmarkast við einstaka viðburði um helgar og á tyllidögum, þrátt fyrir að menningarstefna ríkis og borgar leggi áherslu á þátttöku barna í menningarlífinu. Ýmsar tilraunir hafa þó verið gerðar í áttina að barnalistasafni og er nánar greint frá þeim sem og skoðaðar erlendar fyrirmyndir ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem löng hefð er fyrir barnasöfnum.
    Í seinni hlutanum er hlutverk barnalistasafns skoðað út frá kröfum sem gerðar eru til safna í íslensku safnalögunum og siðareglum ICOM. Fjallað er um ýmis praktísk atriði sem snúa að safnarekstri svo sem möguleg rekstrarform, safnastefna, rekstur, stjórnun, starfsfólk og húsnæði. Hugmyndir að starfsemi og dagskrá safnsins eru lagðar fram og skoðaðar mögulegar útfærslur. Loks er sett fram hin eiginlega tillaga að barnalistasafni en hún miðar að því að safnið geti staðið sjálfstætt. Jafnframt er hugað að næstu skrefum svo hugmynd að barnalistasafni geti orðið að veruleika.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Okkar eigin staður.pdf5,5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AlfaRós.pdf334,85 kBLokaðurYfirlýsingPDF