is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24151

Titill: 
  • Minnkandi kjörsókn: Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku almennings í kosningum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er minnkandi kjörsókn og er meginmarkmið hennar að varpa ljósi á kosningahegðun almennings á Íslandi. Leitast verður við að svara fjórum rannsóknartilgátum sem settar eru fram til að leggja mat á hvaða þættir það eru sem hafa möguleg áhrif á það að almenningur er ekki að nýta sér kosningarétt sinn í meira mæli en raun ber vitni. Rannsóknin er byggð á megindlegum rannsóknaraðferðum þar sem fyrirliggjandi gögn og heimildir eru tekin til úrvinnslu og greiningar. Til að svara þeim rannsóknartilgátum sem lagðar eru fram verður unnið með heimildir ritrýndra fræðigreina en einnig er stuðst við gögn úr íslensku kosningarannsókninni frá árunum 2003 og 2013. Kosningahegðun fólks er greind út frá fræðilegri umfjöllun um borgaravitund, hagrænum kenningum um kosningaþátttöku, umræðu um raunverulegt val kjósenda í kosningum, þátttöku jaðarhópa á vettvangi stjórnmálanna og að lokum hugmyndinni um svokallaða skyldukosningu. Megin niðurstöður rannsóknarinnar renna stoðum undir þær tilgátur sem lagðar eru fram. Þannig hefur áhugi og traust til stjórnmálamanna áhrif á þátttöku sem og viðhorf fólks til stjórnkerfisins. Þá benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem sitja heima á kjördag eru líklegri til að láta lítið fyrir sér fara á hinum óhefðbundna vettvangi stjórnmálanna. Að lokum verður velt fyrir sér hvort skynsamlegt sé að taka upp skyldukosningu hér á landi í ljósi þeirra vandamála sem kosningakerfið stendur frammi fyrir, en slíkt kerfi hefur þó ýmsa vankanta sem einnig verður fjallað um.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is decreasing turnout where it’s aimed to shed light on voting behavior of the public in Iceland. The study is based on four research hypotheses to assess the factors that have a potential impact on the public’s voting behavior and why they don’t use their right to vote. The study is based on quantitative research where existing data were taken for processing and analysis. The voting behavior is analyzed by theoretical discussion of citizenship, economic theories, political representation, marginalized groups and compulsory voting. The main findings are that public’s interest in politics and their trust to politicians affect their participation as well as their view to political representation. Finally, it’s discussed whether it’s sensible to adopt compulsory voting in Iceland in view of the problems facing the electoral system, but such system has several shortcomings which will also be discussed.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA.pdf863.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Fanney.pdf309.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF