is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24153

Titill: 
  • Hér og þar. Afdrif norðlenskra framburðareinkenna heima fyrir og vestanhafs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er fyrst og fremst afdrif norðlenskra framburðareinkenna í Vesturheimi, og hvað þróun þeirra getur sagt okkur um málbreytingar. Flestir þeirra sem fluttust vestur um haf á árunum 1855–1914 fóru frá Norður- og Austurlandi. Því voru líklega margir Vesturfara með framburð sem þótti einkennandi fyrir norðlensku á þessum tíma. Vestur-Íslendingar héldu hópinn og töluðu saman á íslensku, en þegar móðurmál þarf að víkja fyrir ríkjandi máli í samfélaginu er talað um svokallað erfðarmál (e. heritage language). Þegar fjallað er um málbreytingar er oftast talað um tvenns konar ástæður fyrir þeim, félagleg áhrif og málfræðileg áhrif. Ekki er gott að segja hvor áhrifin eiga við hverju sinni. Með rannsóknum á erfðarmálum gefst hins vegar tækifæri til að sjá það betur. Í erfðarmálum eins og vesturíslensku eru félagsleg áhrif allt annars konar en í heimamálinu. Með því að rannsaka þróun málsins og bera það saman við þróun heimamálsins gefst tækifæri til þess að sjá betur af hverju málið breytist.
    Því er þróun norðlenskra framburðareinkenna frá vesturflutningum og til dagsins í dag rannsökuð, í heimaíslensku annars vegar og í vesturíslensku hins vegar. Þá er hún borin saman á milli tungumála. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna fram á að eins og í heimaíslensku er þróun norðlenskra framburðarbreyta í vesturíslensku mismunandi eftir breytum, en þær hörfa næstum því allar úr málinu, þó mishratt. Hins vegar er þróun framburðareinkennanna ekki eins í heimaíslensku og vesturíslensku og gerð verður tilraun til þess að útskýra þróun hvers framburðareinkennis fyrir sig, hvort sem þróunin framburðarbreytanna er eins á milli mála eða ekki.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loki - KMV.pdf1.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman blad.pdf302.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF