Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24154
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga. Megintilgangur rannsóknarinnar var fólginn í að skoða efnið út frá upplifun brotaþola. Niðurstöðurnar eru settar í samhengi við fyrri rannsóknir um ofbeldi í nánum samböndum unglinga og kenningar um normalíseringu ofbeldis í nánum samböndum. Niðurstöðurnar eru einnig tengdar kvenleika og karlmennsku meðal unglinga. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru tíu hálf opin einstaklingsviðtöl við jafn marga brotaþola sem upplifað höfðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir sem verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi á unglingsaldri falli milli flokka og að ekki sé gert ráð fyrir reynslu þeirra innan úrvinnsluþjónustu, réttarkerfisins eða í viðhorfum samfélagsins. Berskjöldun brotaþola, samfélagsviðhorf og normalísering ofbeldisins innan sambandsins gerðu það að verkum að þeim þótti upplifun þeirra jafnvel eðlilegur hluti þess að vera í nánu sambandi og gerðu sér ekki grein fyrir að um ofbeldi væri að ræða. Niðurstöðurnar benda til þess að rétt eins og reynsla af kynferðisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi meðal fullorðinna hafi reynsla af kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur langvarandi afleiðingar á líf og líðan brotaþola. Úrvinnsla brotaþola virðist ekki vera beint ferli fram á við heldur fólgin í ýmsum þáttum samtímis. Ofbeldi í nánum samböndum á sér stað í samfélagslegu samhengi.
The topic of this thesis is sexual violence in adolescent’s intimate relationships. The main purpose of the reasearch was to look at the topic from survivors view. The results are put in context with previous research on violence in adolescents intimate relationships. In addition they are connected to theories on normalization of violence in intimate relationships, and femininity and masculinity among adolescents. The reasearch was conducted with qualitative reasearch methods. Ten interviews with as many participants, which had experienced sexual violence in an intimate relationship as an adolescent, were taken.
The results indicate that adolescent’s survivors of sexual violence in an intimate relationship fall between categories and that their experience is not anticipated within processing service, the justice system or society. Survivor’s vulnerability, social attitudes and the normalization of violence within the relationship made it hard for the survivors to identify their experience as violence. The results indicate that just as among adults, experience of sexual violence in an intimate relationship among adolescents has longterm consequences on survivor’s life and well-being. Survivors processing does not appear as a direct process forward but consists of various aspects simultaneously.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ég hélt bara að þetta ætti að vera svona - RÁG.pdf | 896,5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Rannveig.pdf | 297,37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |