is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24157

Titill: 
  • Konur sem snúa aftur í nám eftir langa fjarveru. „Ég hélt bara að ég gæti ekki lært“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hvaða ávinning konur á fertugsaldri hafa af því að setjast á skólabekk eftir langt hlé frá námi. Tekin voru opin einstaklingsviðtöl við 7 konur sem allar eiga það sameiginlegt að hafa farið í nám frá menntastoðum, háskólabrúm eða sambærilegu eftir þrítugt og farið í kjölfarið í háskólanám. Rannsókn þessi var gerð með eigindlegri aðferð. Spurt var um hvaða ávinning konur höfðu af því að fara í nám eftir þrítugt og um þá þætti sem höfðu jákvæð áhrif á námsferil fullorðinna kvenna. Einnig var kannað hvort konurnar leituðu til náms- og starfsráðgjafa á námsferlinu og ef svo er gat hann aðstoðað? Niðurstöðurnar sýndu að það sem stóð upp úr sem stærsti ávinningurinn fyrir konurnar var aukin trú á eigin getu. Þær höfðu aukið sjálfstraust, meiri þekkingu og urðu víðsýnni. Það sem hafði mest áhrif á farsælan skólaferil hjá konunum var gott bakland og aukið sjálfstraust á ferlinu. Fjórar af konunum sjö höfðu leitað til náms- og starfsráðgjafa, í þeirra tilviki höfðu þeir getað aðstoðað. Þær fengu sérrúrræði eins og lengdan próftíma og aðstoð við að fara yfir fög komandi náms. Hinar þrjár sem höfðu ekki leitað til náms- og starfsráðgjafa sögðu að þær sæju það eftir á að það hefði getað verið gagnlegt, sérstaklega í byrjun námsins.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to examine the benefits for women in their thirties for going back to school after a long absence from education. Seven women were interviewed, all of whom have in common to have finished a degree from high school or comparable education for adults after turning thirty and then having went on to further education at university. This study is a qualitative research. The main questions were about what women gain from going back to school after the age of thirty and which factors influence and enforce a successful academic career for adult women. Also it was explored if they sought guidance or counseling from a guidance counsellor, and if they have, was she able to be of assistance? The results show that one of the greatest benefits for these women was increased self-efficacy. They became more confident, gained more knowledge and a broader perspective. Another important factor for a successful academic career for these women was support from their family and friends along with their increased self-confidence during their learning process. Four women out of seven had sought educational counseling and in all of their cases they got helpful advice. The other three that had not sought educational counseling said that they regretted not to because it could have been useful, especially at the beginning of their studies.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konur sem snúa aftur í nám eftir langa fjarveru.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Elínborg.pdf300.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF