is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24159

Titill: 
  • Power over Justice: How to Try a Nation? International Criminal Tribunal for the Former Yugoslavia and the Tacit Approval of the International Community
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritsmíð þessari verður Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrirverandi Júgóslavíu tekin fyrir með það að markmiði að kanna hvort pólítísk markmið liggi fremur að bakvið virkni hans en almennar hugsjónir um réttlæti. Hafist verður handa við að greina frá ráðandi kenningaskólum Alþjóðasamskipta raunhyggju og frjálslyndisstefnu og verða þeir nýttir við greiningu þá sem sett verður fram. Sögulegt samhengi loka Kaldastríðsins verður þá tekið fyrir þar sem þær aðstæður sem þá sköpuðust í alþjóðakerfinu höfðu veigamiklar afleiðingar í för með sér er varða þann dómstól sem tekinn er fyrir. Dómstóllinn var stofnaður árið 1993, við upphaf einpóla valdasamsetningu alþjóðakerfisins og í andrúmslofti krafa um réttlæti og átakahjöðnun en réttast er að taka til slíks félagslegs samhengis þegar greint er frá viðfangsefninu. Því næst verða tekin fyrir rök sem benda til þess að dómstóllinn þjóni pólítískum markmiðum og lagt mat á þau samhliða umfjölluninni. Er það niðurstaða höfundar að dómstóllinn hafi ítrekað sýnt viðleitni til að þjóna sem pólítískt stjórntæki stofnenda hans og að kenningarskóli raunhyggju skýri með viðeigandi hætti viðleitni hans til þess að haga sér með þeim hætti.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
International Criminal Tribunal for the Former Yugoslavia.pdf445.01 kBLokaðurHeildartextiPDF