en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2416

Title: 
 • is Bráðger börn: Skilgreiningar og úrræði í skólakerfinu
Abstract: 
 • is

  Markmið þessarar ritgerðar er að leita svara við eftirfarandi þrem rannsóknarspurningum: Hvaða börn teljast bráðger í fræðilegum heimildum og samkvæmt stefnu Reykjarvíkurborgar, hverjir eru helstu kostir og gallar þeirra úrræða sem í boði eru fyrir bráðger börn í fræðilegu ljósi og hver eru helstu úrræði sem skólar í Reykjavík bjóða bráðgerum börnum?
  Aðallega er byggt á erlendum heimildum, niðurstöðum úr könnunum og skýrslum sem hafa verið gerðar hér á landi um úrræði fyrir bráðger börn í skólum. Bráðger börn hafa greindarvísitöluna 130 eða yfir eða hafa afburðahæfileika á einhverju sérstöku sviði. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur gefið út skilgreiningu yfir bráðger börn sem hagnýtt er að nota í greiningarferli á bráðgerum börnum samhliða námsmati og kennaramati og greindarprófum.
  Fræðin leggja aðallega til fimm leiðir í úrræðum fyrir bráðger börn. Þær eru: Flýting, námsaðgreining, einstaklingsmiðað nám, dýpkun og hraðferð. Áhrif þeirra eru misjöfn eftir úrræðum. Skólayfirvöld og foreldrar hafa haft áhyggjur af því að flýtingarúrræði fyrir bráðger börn í skólum valdi félagslegum og tilfinningalegum skaða. Þær áhyggjur eru ekki studdar með fræðilegum rannsóknum. Námsgetuskipting getur haft neikvæð áhrif á trú bráðgerra barna á egin námsgetu. Þó hefur hún einnig jákvæð áhrif því félagshæfni þeirra eykst. Einstaklingsmiðað nám hefur áhrif á hvatningu þeirra til náms. Ef dýpkun er veitt í námsefnið þá eykst námsgeta þeirra á prófum og hvatning þeirra til náms. Ef slíkt er ekki veitt getur það leitt til neikvæðra áhrifa líkt og skólaleiða.
  Í fáum grunnskólum hér á landi hefur verið mótuð sérstök stefna um úrræði fyrir bráðger börn. Hins vegar bjóða flestir skólar upp á einhver úrræði en þau eru breytileg eftir skólastigum. Reykjavíkurborg telur sig mæta þörfum bráðgera barna með stefnu sinni í fræðslumálum sem felst í einstaklingsmiðuðu námi.

Accepted: 
 • May 4, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2416


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
1_fixed.pdf285.43 kBOpenHeildartextiPDFView/Open