is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24162

Titill: 
  • „Þetta er nú ekki fyrir þessar konur.“ Kynjuð vinnumenning lögreglunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Konur hafa ætíð verið í miklum minnihluta innan íslensku lögreglunnar. Árið 2013 voru þær tæplega 13% af heildarfjölda lögreglumanna og má því segja að kynjahallinn innan lögreglunnar sé allverulegur. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða kynjaða vinnumenningu lögreglunnar og er sérstök áhersla lögð á stöðu kvenna. Í rannsókninni er spurt hver upplifun og reynsla lögreglukarla og lögreglukvenna sé af starfinu m.t.t. ólíkrar stöðu kynjanna. Eigindleg aðferð var notuð við gagnasöfnum og úrvinnslu gagna og voru tekin tvö hálfstöðluð rýnihópaviðtöl, við tvær lögreglukonur og tvo lögreglukarla. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að konur eigi erfiðara en karlar með að hasla sér völl innan lögreglunnar og að þær fái ekki sama viðmót og karlar í starfinu. Það lýsir sér m.a. í því að lögreglukarlar vilja síður vera með konu í aðstæðum sem teljast hættulegar og krefjandi og á þetta sérstaklega við í litlum embættum þar sem litla aðstoð er að fá.
    Þrátt fyrir neikvæð sjónamið varðandi veru kvenna í lögreglunni kom engu að síður fram að mikilvægustu eiginleikar lögreglumanna væru að vera góð-/ur í mannlegum samskiptum og að vera vel á sig kominn líkamlega. Af þessu má leiða að það sé í raun einstaklingurinn sem skiptir máli, óháð kyni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Þetta er nú ekki fyrir þessar konur“ Kynjuð vinnumenning lögreglunnar.pdf589.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SvaborgMaría.pdf316.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF