is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24163

Titill: 
  • Áhrif MiFID II á lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Fjármagnsmarkaðsréttur er réttarsvið sem er í sífelldri þróun samfara breytingum sem verða á fjármagnsmörkuðum. Þær breytingar sem hafa átt sér stað á Íslandi á sviði fjármagnsmarkaðsréttar koma í gegnum aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagsvæðið (EES). Samkvæmt 7. gr. samningsins er íslenska ríkinu skylt að innleiða í landsrétt tilskipanir og reglugerðir sem koma frá Evrópusambandinu og samþykktar hafa verið af sameiginlegu EES-nefndinni, en engin ESB-gerð verður skuldbindandi að íslenskum rétti nema hún sé tekin upp í landsrétt. Á síðastliðnum árum hefur átt sér stað mikil gerjun í þróun á reglum á evrópskum fjármagnsmörkuðum eftir fjármálahrunið 2008.
    Þann 12. júní 2014 birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union) ný löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Annars vegar með MiFID II-tilskipun nr. 2014/65/EU og MiFIR-reglugerð nr. 600/2014. MiFID II-tilskipunin felur í sér miklar breytingar á regluverki sem hefur verið við lýði á evrópskum fjármagnsmörkuðum. Tilgangurinn með breytingunum er að styrkja lagaumgjörð sem gildir um starfsemi fjármálafyrirtækja.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um hvaða breytingar MiFID II-tilskipunin mun hafa í för með sér fyrir íslenskan fjármagnsmarkaðsrétt. Þá verður rannsakað hvaða efnisbreytingar verða á meginreglum II. kafla laga um verðbréfaviðskipti um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, með áherslu á ákvæði um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja, bestu framkvæmd og reglur um flokkun viðskiptavina.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
final.pdf1.14 MBLokaður til...01.01.2070HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Leó.pdf274.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF