is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24167

Titill: 
  • Hugtakið ein efnahagsleg eining í samkeppnisrétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar fyrirtæki eða samtök fyrirtækja gerast brotleg við bannreglur IV. kafla samkeppnislaga nr. 44/2005 (hér eftir skammstöfuð skl.) getur Samkeppniseftirlitið gripið til ýmissa úrræða og þar á meðal lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki. Í 37. gr. skl. er mælt fyrir um heimild samkeppnisyfirvalda til þess að sekta fyrirtæki eða samtök fyrirtækja en eins og leiðir af orðalagi ákvæðisins eru það fyrirtæki sem sæta ábyrgð vegna brota á samkeppnislögum. Við álagningu sekta getur verið mikilvægt að átta sig á hugtakinu fyrirtæki í skilningi samkeppnisréttar því óvissa getur skapast um hverja unnt sé að sekta. Sökum hins efnahagslega eðlis hugtaksins fyrirtæki er undir vissum kringumstæðum unnt að leggja sekt á móðurfélag vegna brota sem dótturfélag þess framdi. Það er þegar fyrirtæki mynda svonefnda eina efnahagslega einingu (e. single economic unit) og hægt er að líta á tvær mismunandi lögpersónur sem eitt og sama fyrirtækið. Lögpersónurnar eru þá ekki sjálfstæðar í reynd heldur tengdar nánum efnahagslegum böndum.
    Markmið ritgerðarinnar er að gera ítarlega grein fyrir inntaki reglunnar um eina efnahagslega einingu í íslenskum rétti, með hliðsjón af því hvernig hugtakið hefur verið skýrt í ESB-samkeppnisrétti. Þá verður rannsakað hvaða þýðingu hugtakið hefur við túlkun efnisreglna samkeppnisréttarins og málsmeðferðar í samkeppnismálum. Með það í huga verður meðal annars leitað svara við því hvers eðlis tengsl móður- og dótturfélags þurfa að vera til að geta talist ein efnahagsleg eining og hver hefur sönnunarbyrði í slíkum málum. Þá verður einnig skoðað hver áhrif reglunnar eru á túlkun ákvæða samkeppnislaga annars vegar og reglur stjórnsýsluréttar í samkeppnismálum hins vegar. Á þessum vettvangi verður leitast við að gera grein fyrir grundvelli reglunnar um eina efnahagslega einingu, varpa ljósi á beitingu hennar í framkvæmd og áhrif hennar á íslenskan rétt.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að í kafla 2 er gerð grein fyrir hugtakinu fyrirtæki í samkeppnisrétti. Í kafla 3 er fjallað um uppruna hugtaksins ein efnahagsleg eining, inntak þess og þróun auk þess sem gerð er grein fyrir sambandi móður- og dótturfyrirtækja, hvenær sé um eina efnahagslega einingu að ræða og sönnun reglunnar. Í kafla 4 er greint frá afleiðingum reglunnar, hvaða áhrif hugtakið hafi á reglur samkeppnisréttar, nánar tiltekið á 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 um ólögmætt samráð milli fyrirtækja, 11. gr. laganna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja og 37. gr. sömu laga er snýr að sektarheimildum samkeppnisyfirvalda. Í kafla 5 er sjónum beint að áhrifum hugtaksins á málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar í samkeppnismálum og litið til dómaframkvæmdar hér á landi og erlendis. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að lokum dregnar saman í kafla 6.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir.pdf903.8 kBLokaður til...14.05.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Melkorka.pdf317.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF