is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2417

Titill: 
  • Brot gegn blygðunarsemi skv. 209. gr. hgl.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að fjalla ítarlega um brot gegn blygðunarsemi skv. 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæðið um brot gegn blygðunarsemi kom fyrst inn í íslensk lög með Almennum hegningarlögum handa Íslandi frá 25. júní 1869. Orðalag ákvæðisins hefur lítið breyst síðan þá en inntak þess og gildissvið hefur þróast með breytingum á öðrum ákvæðum í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Til þess að háttsemi teljist refsinæm samkvæmt ákvæðinu þarf hún að vera lostug og vera til þess fallin að særa blygðunarsemi einhvers manns eða vera til opinbers hneykslis. Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, eða sem stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Blygðunarsemi er siðgæðistilfinning í kynferðismálum og með opinberu hneyksli er átt við háttsemi sem fer fram fyrir almenningssjónum. Hægt er að fremja brot gegn blygðunarsemi með bæði athöfn og óbeinu athafnaleysi. Einnig er unnt að vera hlutdeildarmaður í blygðunarsemisbroti þó ólíklegt þyki að það komi til framkvæmda. Tilraun til brots gegn blygðunarsemi er refsiverð en aldrei hefur reynt á það fyrir íslenskum dómstólum. Til þess að samþykki þolanda brots gegn blygðunarsemi teljist gilt er talið að hann þurfi að vera orðinn 15 ára gamall. Ásetningur er saknæmisskilyrði ákvæðisins en ekki er talið nauðsynlegt að raunverulegar kynferðislegar hvatir liggi að baki verknaðinum. Til þess að einstaklingur verði sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi verður hann einnig að hafa náð sakhæfisaldri og fullnægja kröfum 15. gr. hgl. um andlegt heilbrigði. Í þeim málum sem komið hafa fyrir íslenska dómstóla eru þolendur brots gegn blygðunarsemi langoftast konur og börn. Gerendur eru hins vegar karlmenn í öllum tilvikum. Algengt er að þeir sem fremja brot gegn blygðunarsemi þjáist af annarri hvorri geðröskuninni, strípihneigð eða gægjuhneigð. Eftir að ákvæði 199. gr. hgl. um kynferðislega áreitni var lögfest fellur nú eingöngu háttsemi sem felur ekki í sér snertingu undir brot gegn blygðunarsemi. Refsing vegna brots gegn ákvæðinu er fangelsi allt að fjórum árum, en fangelsi allt að sex mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt. Refsimörk ákvæðisins eru rúm en refsing er þó alltaf ákvörðuð neðarlega innan refsimarkanna. Mikið var stuðst við dóma í ritgerðinni þar sem lítið hefur verið skrifað um ákvæðið og í lok ritgerðar er yfirlit yfir bæði héraðs – og hæstaréttardóma sem fallið hafa um brotið.

Samþykkt: 
  • 4.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2417


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf2.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_adalheidur_170220222698_001.pdf50.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF