is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24171

Titill: 
  • Refsingar og önnur úrræði fyrir unga kynferðisafbrotamenn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um kynferðisafbrot. Kastljósinu hefur verið beint að þolendum og fjöldi fólks hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem það hefur mátt sæta. Í öllum þessum málum er svo um að ræða geranda og er umfjölluninni beint að ungum gerendum í kynferðisafbrotum. Rannsóknir benda til þess að börn undir 18 ára aldri fremji allt að þriðjung afbrotanna og afmarkast ritgerðin við kynferðisafbrotamenn á aldrinum 15 til 18 ára. Fjallað er um hvaða refsingum og úrræðum er beitt í þeirra málum og þeirrar sérstöku réttarstöðu sem ungir kynferðisafbrotamenn njóta sem börn. Til skoðunar er sérstaða ungra afbrotamanna, flokkun kynferðisbrota og hvort tilefni sé til að beita sérstökum úrræðum í málum ungra kynferðisafbrotamanna. Megintilgangur ritgerðarinnar er skoða þau úrræði sem standa til boða í málum ungra kynferðisafbrotamanna og jafnframt að koma með hugmyndir að úrræðum. Refsingar og önnur úrræði hérlendis eru tekin til skoðunar og einnig framkvæmd þeirra landa sem standa framarlega í málaflokknum, auk þeirra úrræða sem beitt er utan refsivörslukerfisins.
    Sérreglur er að finna í íslenskri löggjöf um mál þessa hóps en þó eru margar umbætur sem má gera á málsmeðferðinni. Þrátt fyrir að finna megi ákvæði varðandi sérstaka vernd ætlaðra ungra afbrotamanna er ekki um neitt heildstætt regluverk að ræða. Einnig virðist vanta sérhæfðari úrræði fyrir ungmenni sem eru sakfelld fyrir kynferðisbrot sem stuðla að því markmiði að lækka endurkomu- og ítrekunartíðni, endurhæfa ungmennin og mæta réttlætistilfinningu þolenda. Gerðar voru þrenns konar tillögur að því hvernig binda mætti þau meðferðarúrræði sem voru til umfjöllunar í lög og veita dómurum heimild til að dæma unga kynferðisafbrotamenn til að sæta fjölbreyttari viðurlögum, auk þess að heimila dómþolum að fullnusta refsingu á mismunandi vegu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð_Klara_Odinsdottir.pdf748.73 kBLokaður til...11.05.2036MeginmálPDF
forsíða.pdf161.8 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Klara.pdf313.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF