is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24172

Titill: 
  • Hvers vegna skipti ég engu máli? Uppeldi og frávikshegðun ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um frávikshegðun unglinga með megináherslu á kenningar fræðimannsins Travis Hirschi. Tvær kenningar hans verða til umfjöllunar, þ. e. taumhaldkenningin og sjálfsstjórnskenningin, þá síðarnefndu útfærði hann ásamt Michael Gottfredsson. Leitast verður eftir því að svara til um hvort þessar tvær kenningar geti varpað ljósi á ástæðu þess hvers vegna ungmenni leiðast út í frávikshegðun og síðar afbrot. Tengsl uppeldisþátta og frávikshegðun unglinga verða einnig skoðuð. Árlegar tölfræðiúttektir af vef lögreglunnar verða skoðaðar til að bera saman hlutfall ungmenna við aðra aldurshópa. Auk þess verða tegundir brota hafðar til hliðsjónar. Gert verður grein fyrir þremur viðtölum, tvö við fyrrverandi fanga og eitt við reyndan lögreglumann. Markmiðið með umræddum viðtölum er að fá aukna innsýn í aðstæður og uppeldi ungmenna á Íslandi sem þróa með sér frávikshegðun. Kenningarnar voru notaðar til að varpa ljósi á það sem fram kom í viðtölunum. Helstu niðurstöður eru þær að tengsl, umönnun og eftirlit í uppeldi hafa veigamikil áhrif á hvort unglingar og börn þrói með sér frávikshegðun, svo sem drykkju og vímuefnanotkun og síðar afbrotahegðun.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð..pdf727.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AnnaEdit.pdf310.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF