is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24175

Titill: 
  • Öldugangur í íslenskri orðræðu: Umfjöllun um áhrif Twitter byltinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarna mánuði höfum við séð allnokkur dæmi um hversu merkilega hluti er hægt að gera með samtakamætti og internettengingu. Hér á landi reið hver aldan á fætur annarri yfir í formi byltinga þar sem fólk tók að nota samfélagsmiðla á borð við Twitter sem pólitískt verkfæri. Fjöldi fólks sameinaðist með hjálp myllumerkja og deildi reynslusögum af eigin upplifun í von um að þær fengju nýtt líf. Í ritgerðinni er fjallað um möguleika Twitter byltinga á borð við #freethenipple, #égerekkitabú og #6dagsleikinn, til þess að hafa áhrif á orðræðu samfélagsins. Það sem byltingarnar eiga sameiginlegt er að þátttakendur þeirra hafa galopnað umræður sem áður hefur verið þaggað niður í. Sú þöggun hefur gert það að verkum að einstaklingar hafa upplifað sig utangarðs hvað varðar staðsetningu þeirra í félagsgerðinni sem má segja að sé samtvinnuð orðræðunni. Með kenningar um orðræðu, almannarými, valdatengsl, samfélagsmiðla og hina félagslegu persónu að leiðarljósi vonast ég til þess að geta varpað ljósi á í hverju sú staða felst og hvernig þátttakendur byltinganna hafa reynt að umbreyta stöðu sinni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA _KarenMaria_skemman.pdf710.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KarenMaría.pdf319.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF