is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24176

Titill: 
  • Alþjóðlegir fólksflutningar: Takmarkanir á hreyfanleika þrátt fyrir aukið flæði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í heimi sem einkennist af auknum tengslum, hafa alþjóðlegir fólksflutningar orðið enn sýnilegri en áður. Í kjölfar aukinnar hnattvæðingar hafa nútíma samgöngur auðveldað flutninga, þar sem ódýrara og fljótlegra er nú fyrir fólk að ferðast. Á sama tíma eru átök, fátækt, ójöfnuður og skortur á mannsæmandi atvinnu á meðal helstu ástæðna fyrir því að fólk flytur. Í ritgerðinni er fjallað um áhrif hnattvæðingar á alþjóðlega flutninga fólks í því skyni að varpa ljósi á spurninguna: Hvernig getur hnattvæðing aukið flæði fólks en á sama tíma heft hreyfanleika? Fordómar og andóf í garð innflytjenda hafa aukist til muna og fólki ekki alltaf gefinn kostur á að aðlagast í nýju samfélagi. Ný gerð þverþjóðleika hefur orðið til þar sem fólk tilheyrir fleiri en einum stað í einu. Þjóðríki reiða sig í meira mæli á landamæri sem stjórntæki í hreyfanleika fólks, auk þess sem til hafa orðið félagsleg mörk sem byggjast á fordómum gagnvart ákveðnum þjóðernishópum. Í anda raunhyggjunnar, sem er ríkjandi kenning í alþjóðastjórnmálum, hugsa ríki fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Í ritgerðinni er bent á að mögulegt er að bæta stöðu flytjenda og flóttafólks með aukinni samvinnu á hnattrænu stigi. Lögð er sérstök áhersla á alþjóðlega flutninga fólks vegna ofsókna eða átaka. Enn fremur er fjallað um stefnu Sameinuðu þjóðanna í flóttamannamálum en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að notast við úreltar reglur og skilgreiningar ásamt því að endurspegla ekki raunveruleika flóttafólks í dag.

  • Útdráttur er á ensku

    In a world which is defined by increasing interrelations, international migrations have become even more visible. Following increased globalization modern transportation have made migration easier, where as people can travel faster and for a lower price than before. At the same time conflict, poverty, inequality and lack of decent jobs are the main reasons for migrations. In this paper I discuss the effect that globalization has on international migrations by underlining the question: How can globalization increase flows while simultaneously restrain mobility? Discrimination towards immigrants has increased greatly and they often do not get the chance to adapt in a new society. A new type of transnationalism has originated where migrants belong to more than one place at a time. Nations rely more on borders as a control equipment on mobility and in addition to borders, social disjunctures have come into being. Social disjunctures predicate on the discrimination of certain minorities. Realism is a dominant theory in international politics and nation states primarily consider their own interest. The paper however points out how the situation of migrants and refugees can be improved by increased cooperation between states on a global scale. In the paper I place emphasis on international migration caused by an escape of persecution or conflict. Furthermore, the international refugee regime will be discussed. It has been criticized, especially because of how dated the United Nation Convention relating to the Status of Refugees is – it was written over 60 years ago.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_solrun_dia.pdf443.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SólrúnDía.pdf345.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF