is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24178

Titill: 
  • „Kennarar og námsráðgjafar þurfa að vera upplýstir og vel vakandi.“ Seigla ungmenna með kvíðaraskanir í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í reynslu nemenda með kvíðaraskanir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi. Var litið svo á að nemendur með kvíðaraskanir sem hafi náð að ljúka framhaldsskólaprófi, búi yfir seiglu í námi sem vert er að rannsaka. Gagna var safnað með eigindlegum rannsóknarviðtölum þar sem viðtöl voru tekin við sex einstaklinga sem greindir eru með kvíðaröskun og eiga það sameiginlegt að hafa náð árangri í námi þrátt fyrir að glíma við kvíðaröskun. Áhersla var lögð á hvernig þátttakendur upplifðu hvernig framhaldsskólakerfið kom til móts við þarfir þeirra og hvort þeir telji að eitthvað megi bæta. Flestir upplifðu að kvíðaröskunin hafi dregið úr sjálfstrausti þeirra og kom í ljós að þátttakendur fóru á mis við þá aðstoð í framhaldsskólanum sem þeir eiga rétt á. Til að mynda þurfti einn viðmælandi að sækja þjónustu náms- og starfsráðgjafar í öðrum skóla. Þetta bendir til þess að framhaldsskólinn þarf ekki einungis að bjóða upp á sýnilegri þjónustu heldur einnig að sýna aukið frumkvæði í að nálgast nemendur sem gætu þurft á henni að halda. Þrátt fyrir kvíðaröskunina búa þátttakendur yfir styrkleikum eins og sjálfsstjórn, metnaði og trú á eigin getu. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að nemar með kvíðaraskanir sé hópur sem búi yfir mikilli seiglu í námi og hafa þátttakendur boðskap fram að færa sem gæti nýst náms- og starfsráðgjöfum, kennurum og öðrum nemendum með kvíðaraskanir.

  • The purpose of this study is to shine a light on the experience of students who have completed secondary school while dealing with anxiety disorders. Students who have completed secondary school despite having anxiety disorders are thought to have resilience regarding education that is worth researching. Data was collected with qualitative interviews where the common ground for all the six participants was that they had all succeeded their studies despite having anxiety disorders. This study focuses on the experience of the participants regarding how the school system met their needs and their perspective on what improvements can be made in the school system, regarding students with anxiety disorders. Most of the participants experienced reduced confidence because of their anxiety disorders and felt that the resources provided by the school system differed from school to school. In some case the resources were helpful but in others they were completely absent. All the participants agreed that the school system needs to show more initiative in approaching the students and also have a more visible service for students who might need it. Despite their anxiety disorders the participants showed self-control, ambition and confidence in their own ability. Results of this study indicate that students with anxiety disorders that succeed in their studies are a group that possesses great resilience in learning and their outlet could be useful to guidance counselors, teachers and other students with anxiety disorders.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adalheidur_Mjoll_MA_ritgerd_loka.pdf1.12 MBLokaður til...01.05.2040HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Aðalheiður.pdf307.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF