is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24179

Titill: 
  • Að henda eða afhenda? Um grisjun og förgun á safngripum
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að vekja athygli á nauðsyn þess að íslenskum söfnum verði settar samræmdar verklagsreglur um grisjun og förgun á safngripum. Aðstæður minjasafna og listasafna eru ólíkar að mörgu leyti og verður umfjöllunin því afmörkuð við menningarminjasöfn. Íslensk söfn standa frammi fyrir sömu áskorunum og söfn um allan heim: ört vaxandi munasöfnum og takmörkuðu geymslurými. Kveikja þessara skrifa er sú að ég hef í starfi mínu á Síldarminjasafni Íslands séð að söfn á Íslandi hafa í raun ekki heimid til þess að bregðast við þessari stóru áskorun og þeim vandamálum sem hún skapar. Þessu til rökstuðnings verður rætt um vanda Síldarminjasafns Íslands gagnvart afmörkuðu tilviki.
    Förgun á safngripum hefur vakið miklar deilur víða um heim, enda flókið mál og viðkvæmt. Grisjunarstefna hvers safns er fyrst og fremst verkfæri sem nýtist til að ákveða undir hvaða kringumstæðum ásættanlegt sé að skrá grip út úr munasafni. Förgun er ferli þar sem gripurinn er í raun færður úr safnkosti og til þess eru margar ólíkar leiðir. Í þessari ritgerð eru ólíkum skoðunum og andstæðum sjónarmiðum gerð skil. Jafnframt er litið sérstaklega til valinna vestrænna ríkja sem hafa heimilað grisjun og förgun á safngripum í samræmi við skýrar verklags- og siðareglur. Viðhorfin til þessara mála eru í raun afar óskýr á Íslandi, þar sem lagaramminn veitir ekki heimild til förgunar nema í undantekningartilvikum. Þó er söfnum heimilt að setja sér grisjunarstefnu en í raun er það ótækt að hvert safn þurfi að marka sér stefnu og aðferðir við förgun á gripum – þannig gæti skapast ósamræmi í aðferðum og ákvarðanatökum. Nauðsynlegt er að horft sé til þess að grisjun og förgun eru aðskilin ferli, sem þó haldast í hendur. Mikilvægt er að öll söfn landsins vinni eftir samræmdum verklagsreglum um förgun, eins og sýnt er fram á í umfjöllun um þau lönd sem nú þegar hafa sett sér reglur og takmörk. Í Safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu sem gefin var út árið 2010 af Þjóðminjasafni Íslands segir að á tímabilinu 2010–2014 skuli vinna að mótun verklagsreglna um grisjun fyrir söfnin í landinu. Verklagsreglurnar hafa ekki enn verið gefnar út en þörfin fyrir þær er sú sama og árið 2010, jafnvel brýnni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA.anita.pdf988.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Anita.pdf328.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF