is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24183

Titill: 
 • „Þessi erfiðu þungu einstaklingsmál.“ Persónuleg ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var þrenns konar. Í fyrsta lagi að kanna upplifun náms- og starfsráðgjafa af persónulegri ráðgjöf í grunnskólum. Í öðru lagi að kanna viðhorf þeirra til þess hversu vel undirbúnir þeir eru til að takast á við persónuleg og félagsleg vandamál sem hrjá nemendur. Og í þriðja lagi að fá innsýn inn í helstu vandamál þeirra einstaklinga sem sækjast eftir persónulegri ráðgjöf. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð og byggist á viðtölum við sjö náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Niðurstöður sýndu að meirihluti starfstíma náms- og starfsráðgjafa fer í persónulega ráðgjöf og virðist þörfin fyrir slíka ráðgjöf vera mikil. Einnig kom í ljós að helstu vandamál sem hrjá börn og unglinga í dag eru þunglyndi, kvíði og samskiptavandi og að komum vegna kvíðatilvika hefur fjölgað mikið hjá náms- og starfsráðgjöfum. Viðmælendur sögðu að undirbúningur námsins væri ófullnægjandi og þörf hefði verið fyrir ýtarlegri fræðslu varðandi raskanir nemenda til að undirbúa þá fyrir ráðgjöf við nemendur með raskanir.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is threefold. Firstly, to examine school counsellors’ experience of personal counselling in schools at the compulsory level. Secondly, to analyse how prepared the school counsellors were to deal with the personal and social issues that affect the students. Thirdly, to acquire insight into the main problems that afflicts the students who seek personal counselling. Using qualitative research methods, seven school counsellors, at the compulsory level in the in Reykjavik area, were interviewed.
  The results show that there is a high demand for personal counselling and the majority of the school counsellors’ time is used for personal counselling. In addition, the main problems that afflict children and teenagers today are anxiety, depression and communication problems, resulting in a major increase in anxiety cases. The interviewees stated that their counsellor training for these personal issues was not sufficient and that they would have preferred more information on these issues and how to treat students afflicted by them.

Samþykkt: 
 • 4.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Jóhanna_Lúvísa_2016 Lokaeintak.pdf919.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Jóhanna.pdf346.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF