is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24184

Titill: 
  • „Við erum … að reyna sporna við brotthvarfi alla daga í sjálfu sér.“ Hvað er verið að gera innan framhaldsskóla til að minnka brotthvarf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað verið er að gera til að sporna við brotthvarfi í framhaldsskólum. Einnig að afla upplýsinga um hvort og þá hvernig nemendur í brotthvarfshættu eru greindir og fá innsýn í hvaða forvarnir og inngrip er stuðst við til að sporna við brotthvarfi innan framhaldsskóla. Ennfremur var markmiðið að leggja mat á það sem gert er fyrir alla nemendur annarsvegar og hins vegar þá sem skilgreinast í brotthvarfshættu. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum og voru tekin viðtöl við náms- og starfsráðgjafa sem starfa í framhaldsskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að skimað er fyrir áhættuþáttum brotthvarfs. Í máli náms- og starfsráðgjafanna kom fram að innan allra skólanna er verið að nota forvarnir og inngrip fyrir nemendur í þeim tilgangi að minnka líkur á brotthvarfi en misjafnt er milli skóla hversu mörg þau eru og með hvaða fyrirkomulagi. Margir skólar voru að nota sömu úrræði en útfærðu þau á ólíkan hátt. Vonast er til að niðurstöðurnar geti nýst sem innlegg í umræðu um hvað er hægt að gera til að sporna við brotthvarfi framhaldsskólanema. Þær ættu að vera gagnlegar fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa í framhaldsskólum og eru að varna brotthvarfi með ýmsum hætti.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to study the methods used to reduce high school dropout rates. To analyze what students are considered at risk of dropping out and highlight the measures taken to reduce dropout rates within the high school themselves as well as explore the difference between the preemptive dropout measures aimed at all students compared to the preventive measures aimed at students considered at risk of dropping out. The data was collected using qualitative research methods involving in-depth interviews with guidance counselors. The main results show that high schools actively monitor dropout risk factors and each high school uses preemptive measures and student intervention to reduce dropout rates. However the variety of measures available varies between high schools. Many use the same measures but the implementation varies. These results can be utilized as an input towards preemptive measures used to reduce high school dropout rates and should be beneficial for guidance counselors focusing on dropout prevention.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð .pdf934.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KristínHrefna.pdf335.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF