is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24188

Titill: 
  • Kynjahlutföll í sveitarstjórn, viðhorf til jafnréttismála og kosningahegðun. Tilviksrannsókn á Borgarfjarðarhreppi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Borgarfjarðarhreppur er lítið sveitarfélag þar sem kosið er til sveitarstjórnar með óbundinni kosningu og jafnframt eina sveitarfélagið á landinu þar sem engin kona situr í sveitarstjórn. Tilgangur þessa verkefnis er að leita svara við því hvað kunni að skýra að konur nái ekki kjöri til sveitarstjórnar í Borgarfjarðarhreppi. Eins er það von rannsakanda að rannsóknin geti gefið vísbendingar um ástæður þess að kynjahlutfall er almennt ójafnara í sveitarstjórnum minni sveitarfélaga en stærri. Leitað er skýringa út frá fræðilegri flokkun aðstæðna fyrir ójöfnu kynjahlutfalli í stjórnmálum. Við rannsóknina var beitt megindlegum rannsóknaraðferðum og spurningakönnun lögð fyrir alla íbúa í Borgarfjarðarhreppi yfir 18 ára aldri. Kannað er hvaða þættir hafi áhrif á val kjósenda á fulltrúum í sveitarstjórn og hvort viðhorf til jafnréttismála endurspeglist í kosningahegðun. Niðurstöður benda til þess að skýringa á því að konur nái ekki kjöri í sveitarstjórn megi leita víða. Félags- og efnahagslegar ástæður hafi ekki úrslitaáhrif en skýringa megi leita í kosningakerfinu og smæð sveitarfélagsins. Þá hafi menningarlegar aðstæður á borð við sterkt tengslanet karla og viðhorf til jafnréttismála áhrif á kosningahegðun.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið var unnið í samráði og samstarfi við jafnréttisnefnd og sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps og mun höfundur fá þóknun fyrir.
Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPAsta.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÁstaHlín.pdf303.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF