is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24190

Titill: 
  • Sjálfstætt fólk: Varpa Núar Evans-Pritchard ljósi á ástand Suður-Súdans í dag?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Suður-Súdan er nýjasta ríkið í heiminum og var stofnað 9. júlí 2011 eftir að íbúar þess samþykktu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkið samanstendur af tæplega tvöhundruð sundurleitum þjóðarbrotum og bjó bróðurpartur íbúa ríkisins áður án miðstýrðar pólitískrar heildar og án löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds og var því talað um skipulagt stjórnleysi. Breski mannfræðingurinn Evans-Pritchard framkvæmdi þátttökuathugun á meðal Núa, næst stærsta þjóðarbroti ríkisins, á fjórða áratug síðustu aldar og gerði skilmerkilega grein fyrir torskildu stjórnkerfi þeirra og þeim þáttum sem höfðu áhrif á gangverk þess. Íbúar Suður-Súdans hafa barist gegn ofríki annarra ríkja frá hernámi Ottóman heimsveldisins á nítjandu öld og allt til ársins 2005, er það varð að sjálfsstjórnarsvæði innan Súdans. Sjálfstæðisdraumurinn varð að veruleika um mitt ár 2011 en hann var ekki dans á rósum. Átök brutust út um leið sem á endanum leiddu til borgarastríðs sem hófst í lok árs 2013 og stóð allt til 29. apríl 2016, er skrifað var undir vopnahlé og ný ríkisstjórn mynduð. Ferskir vindar geta blásið burt dökkum skýjum sem legið hafa yfir Suður-Súdan frá sjálfstæði þess. Ritgerðinni er skipt í þrjá hluta; fyrst er stiklað á stóru í sögu Suður-Súdans, svo eru Núar Evans-Pritchard kynntir til leiks og að lokum er fjallað um ástandið í Suður Súdan nú á dögum og etnógrafía Evans-Pritchard höfð til hliðsjónar. Ég tel að með því að fjalla um blóðidrifna sögu ríkisins veiti ég ákveðna innsýn sem annars fengist ekki enda mikilvægt að gera grein fyrir sögulega samhenginu. Ég lýsi þáttunum úr etnógrafíu Evans-Pritchard sem höfðu áhrif á stjórnkerfið og sjálfu stjórnkerfinu til að sjá hvað hefur breyst. Að lokum er gert grein fyrir tækifærum og ljónum og vegi Suður-Súdans er það varð sjálfstætt, því velt upp hvort áðurnefnd etnógrafía hafi getað gefið fyrirheit um hvernig ástandið þróaðist og hvort borgarastríðið hafi verið skrifað í skýin í ljósi sögunnar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_EOG.pdf620.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ElísOrri.pdf319.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF