en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24192

Title: 
  • Title is in Icelandic „Nú skal með valdi njóta hreinleikans.“ Líkamar og þöggun kvenna í þremur verkum Shakespeares
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    William Shakespeare er eitt þekktasta skáld Breta allra tíma. Nú í ár (2016) er mikið um að vera er tengist skáldinu þar sem 400 ár eru liðin frá því hann dó. Verk hans innihalda boðskap sem á enn við í dag og í ritgerðinni er kafað ofan í stöðu kvenna í verkum hans og hvernig ólíkar konur tókust á við stöðu sína innan feðraveldisins. Þau verk sem hér verða rædd eru The Rape of Lucrece, Much Ado About Nothing og Titus Andronicus. Þrjár konur innan þeirra verða greindar sérstaklega út frá þeim atburðum sem koma fyrir þær og túlkun þeirra og karlmanna á þeim. Einnig verður komið inn á aðrar konur í verkunum og hvernig þeirra aðstæður og gjörðir hafa áhrif á framvindu verkanna og stöðu þeirra þriggja sem um ræðir. Konurnar þrjár eru Lucrece, Hero og Lavinia, en allar eru þær notaðar sem tól í klækjum karlmannanna í kringum þær til hefnda eða einfaldlega til að ná sínu fram. Áhersla er lögð á almenna stöðu kvenna á tímum endurreisnarinnar en einnig heiður á þeim tíma og í hinni fornu Róm, þar sem tvö verkanna gerast þar. Að lokum er komið að því hvernig endalok verkanna hafa áhrif á stöðu kvennanna allra og áhrif karlmanna þar á.

Accepted: 
  • May 4, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24192


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerdir_titilsida1loka.pdf809.32 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_Helga.pdf296.2 kBLockedYfirlýsingPDF