is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24193

Titill: 
  • Barnasáttmálinn og vinna barna: Er réttur barna tryggður með Barnasáttmálanum eða vinnur sáttmálinn gegn réttindum sumra barna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum fer sífellt fjölgandi. Þeim er ætlað að ná til allra ríkja heimsins og íbúa þeirra. Barnasáttmálinn er einn þessara sáttmála og hefur hann verið fullgiltur af fleiri ríkjum en nokkur annar mannréttindasáttmáli. Barnasáttmálinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera þjóðhverfur og að hann vinni jafnvel gegn réttindum sumra barna með því að gera ráð fyrir að börn eigi að njóta menntunnar frekar en að vinna. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort að Barnasáttmálinn tryggi réttindi allra barna eða vinni gegn réttindum sumra þeirra. Velt er upp þeirri spurningu hvort það eigi rétt á sér að setja alheims skilgreiningar og reglur sem eiga að gilda um öll börn heimsins, án tillits til mismunandi menningar. Umfjöllunin byggir á heimildum og rannsóknum ýmissa fræðimanna, Barna¬sáttmálanum og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu barna. Það vantar að Barnsáttmálinn viðurkenni og taki til greina stöðu margra barna. Staðreyndin er sú að börn um allan heim vinna, mörg hver því þau þurfa þess en einnig líta börn á það sem rétt sinn að fá að vinna og vilja gera svo.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf564.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ágústa.pdf332.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF