is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24198

Titill: 
  • „Þetta er byltingin sem lætur raddir okkar hljóma“: Konur, Internetið og arabíska vorið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Internetið hefur farið hratt vaxandi síðastliðin ár og eru samskiptamiðlar orðnir stór hluti af okkar daglega lífi þar sem upplýsingum er dreift á miklum hraða um heiminn. Aktívismi hefur breiðst hratt út á Internetinu og við það hafa orðið breytingar í samfélögum manna. Arabíska vorið er gott dæmi um það hvernig konur beittu aktívisma á netinu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Ýmsar kenningar í mannfræðinni sýna að konur hafa verið flokkaðar í einkarýmið en karlar í opinbera rýmið. Einnig benda kenningarnar á að konur eru kúgaður og þaggaður hópur sem þurfi á sterkari rödd að halda til að geta tekið þátt í orðræðu samfélagsins. Í þessari ritgerð verður leitast við að athuga hvort að aktívismi á Internetinu hefur hjálpað konum við að öðlast sterkari rödd í samfélaginu. Stuðst verður við femínískar kenningar í mannfræðinni og arabíska vorið skoðað sérstaklega en þar voru konur mjög áberandi og léku þýðingarmikið hlutverk í þeirri byltingunni.

  • Útdráttur er á ensku

    The Internet has expanded drastically during the recent years and social media has become a big part of our daily lives as information is spread over the world at an enormous pace. As activism has spread rapidly over the Internet, human societies have accordingly changed. The Arab Spring is a good example of how women used Internet-activism to express their opinions to the public. Various anthropological theories state that women have been grouped in the private space but men in the public space. These theories also state that women are an oppressed and a silenced group that need a stronger voice to be able to participate in the public discourse. The subject of this thesis is to investigate whether Internet-activism has helped women to raise their voice in society. The investigation will be supported by feminist theories in anthropology, among with a careful examination of the Arab Spring, but women were both prominent and played an important role in that revolution.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-FríðaSóley.pdf522.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Fríða.pdf298.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF