is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2420

Titill: 
  • Rannsókn á skáp - útliti hans og sögu. Rókokó stíll húsgagna á 18. öld í Danmörku og Englandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér í ritgerð þessari verður fjallað um stílsögulega rannsókn á skáp einum, sem nú er í geymslu á Minjasafni Austurlands, til að sanna eða afsanna munnmælasögu sem hefur fylgt honum. Skápur þessi var talin koma úr dánarbúi Torfhildar Hólm, rithöfundar, og þaðan jafnvel kominn frá biskupunum í Skálholti.
    Byrjað er á að rannsaka stíl skápsins, sem tilheyrir rókokó stíl 18. aldar. Þá er fjallað um rókokó stílinn og birtingarmyndir hans ásamt því hvernig hann þróaðist í Danmörku og Englandi. Með því verður leitast við finna út hvaða stíláhrif má finna í skápnum. Þar sem húsgagnamarkaður var að verða til á 18. öld í Danmörku má leiða líkum að því að skápurinn hafi verið keyptur þar. Skoðað er hvernig markaðurinn hafði áhrif á hvað var framleitt og hvernig ný námstækni gæti hafa haft áhrif á varðveislu húsgagna frá 18. og 19. öld. Skápurinn er geymsluhúsgagn og er þar af leiðandi lögð áhersla á það hvernig slík húsgögn höfðu þróast frá því að vera nær eingöngu kistur í alls kyns skápa og kommóður.
    Næsti hluti ritgerðarinnar er umfjöllun um smíði skápsins sjálfs þar sem skoðaðar eru smíðaaðferðir sem tíðkuðust, í þeim tilgangi að greina á hvaða tímabili mögulegt sé að skápurinn hafi verið smíðaður.
    Síðasti hlutinn ritgerðarinnar fjallar um rannsókn á því hvort hægt væri að finna einhver gögn sem myndu styðja munnmælasöguna sem nefnd var í upphafi. Þá var farið á Þjóðskjalasafn Íslands og reynt að finna bæði gögn frá sýslumönnum um dánarbú sem og einkaskjalasöfn til að finna erfðaskrár og uppvirðingar. Þannig var reynt að finna tengsl milli þeirra sem nefndir voru í munnmælasögunni og hvort skápurinn hafi komið fram í einhverjum af gögnum þeirra.
    Að lokum er tilgátu ritgerðarinnar um stílsögulegt tímabil þessa skáps svarað og hvaðan skápurinn gæti komið. Niðurstaðan er sú að skápurinn hafi verið smíðaður á seinni hluta 18. aldar eða byrjun þeirrar 19. í Danmörku, en með enskum áhrifum. Ekki er hægt að sanna það að skápurinn komi frá biskupunum í Skálholti en hins vegar er hægt að leiða líkum að því að skápurinn hafi í raun verið fluttur til Íslands á 18. öld og að hann hafi í raun verið í eigu biskupa í Skálholti.

Samþykkt: 
  • 4.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í listfræði Þórleif_fixed.pdf5.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna