is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24200

Titill: 
  • Eftirlitsstarfsemi hins opinbera. Facebook sem verkfæri til eftirlits
  • Titill er á ensku Government Surveillance. The Use of Facebook by Icelandic Surveillance Authorities
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig upplýsingar, sem aflað var á facebook eru nýttar í opinberu eftirliti með einstaklingum hér á landi. Tilgangur rannsóknar var m.a. að varpa ljósi á formlega og óformlega notkun slíkra upplýsinga og greina umfang þess. Á grundvelli þeirrar umfjöllunar átti sér stað greining á þeim lagaramma sem gildir um eftirlit af þessum toga. Í þessu skyni var stuðst við eigindlega aðferðafræði og vinnubrögð grundaðrar kenningar. Við rannsóknina voru framkvæmd hálf stöðluð viðtöl við sérfræðinga sem starfa hjá tilteknum úrskurða- eða eftirlitsstofnunum. Þá átti sér stað greining á stjórnvaldsúrskurðum og dómum til að kanna hvernig stofnanir byggðu ákvarðanir á upplýsingum sem aflað var á facebook.
    Niðurstöður rannsóknar sýndu að upplýsingar á facebook hafa verið nýttar við opinbert eftirlit hér á landi. Hafa slíkar upplýsingar verið formleg ákvörðunarástæða í einhverjum tilvikum. Þá kom í ljós að stofnanir höfðu einnig nýtt upplýsingar með óformlegum hætti m.a. til að fá betri tilfinningu fyrir tilteknum málum, bera kennsl á einstaklinga, afla upplýsinga um ferðir þeirra, eða til að hafa upp á fólki. Í rannsókninni var kannað hvaða upplýsingar stjórnvöld höfðu litið til í þessu skyni. Kom í ljós að stjórnvöld töldu að upplýsingar á facebook nýttust best til að sýna fram á hlutrænar staðreyndir. Þá voru ljósmyndir almennt taldar sterkari gögn en skriflegar upplýsingar á facebook.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að facebook kann að vera gagnlegt eftirlitsúrræði fyrir tilteknar stofnanir, í þeim tilgangi að komast á spor um möguleg lögbrot einstaklinga. Þátttakendur voru þó almennt mótfallnar frekari notkun facebook í eftirlitstilgangi. Í viðtölum komu fram sjónarmið um að stofnanir ættu mögulega á hættu að að stíga yfir ákveðna línu í þessum efnum. Benti því ýmislegt til þess að stofnanir telji að facebook sé nú þegar fullnýtt við opinbert eftirlit m.t.t. mögulegs árangurs af eftirliti og persónuverndarsjónarmiða.
    Þegar sá lagarammi sem gildir um eftirlit af þessum toga og vinnslu persónuupplýsinga var skoðaður í samhengi við niðurstöður rannsóknar, kom í ljós að núverandi notkun facebook í opinberu eftirliti hér á landi var almennt innan marka gildandi laga. Þá virðast stjórnvöld hér á landi haga vinnslu upplýsinga með sanngjörnum og málefnalegum hætti í þágu lögmætra markmiða.

Styrktaraðili: 
  • Rannsókn þessi var unnin í tengslum við valds og lýðræðisrannsókn Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eftirlitsstarfsemi hins opinbera - Facebook sem verkfæri til eftirlits.pdf995.23 kBLokaður til...01.05.2084HeildartextiPDF
Yfirlýsing_SigurðurG.pdf296.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF