is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24206

Titill: 
  • Miðill í mótun: Tilraunir með líkamann í vídeóverkum Joan Jonas og Steinu Vasulka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Upphaf vídeólistar í Bandaríkjunum má rekja til lok sjöunda áratugs tuttugustu aldar. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig myndbandið varð að listmiðli á áttunda áratugnum. Sagt verður frá frumkvöðlunum Joan Jonas (1936) og Steinu Vasulka (1940) sem byrjuðu að skapa vídeóverk í New York á þessum árum. Þær eru ólíkir listamenn sem engu að síður eiga það sameiginlegt að vinna með birtingamyndir líkamans í tækninni. Fræðileg rannsókn ritgerðarinnar byggir á femínískri greiningu og miðar að því að skoða hvernig kvenkyns listamenn notuðu myndbandið á upphafsárum þess. Leitast er við því að svara því hvort Joan Jonas og Steinu Vasulka hafi tekist að skapa nýtt tjáningarform með því að gera tilraunir með miðli sem þá var enn ekki orðinn karllægur. Einnig er spurt hvort hægt sé að halda því fram að myndbandsupptökuvélin verði nokkurs konar framlenging á líkama þeirra. Myndbandsskjánum hefur gjarnan verið líkt við spegil og myndbandsupptökuvélinni við auga mannsins. Á fyrstu árunum voru listamenn hugfangnir af möguleikum tækninnar, sem gerði þeim kleift að skapa myndlist og samtímis horfa á það sem þeir voru að gera. Þeir gátu virt fyrir sér eigin líkama á skjánum og framlengt hann með tæknibúnaðinum. Miðillinn var nýr svo konur höfðu í fyrsta skipti tækifæri til þess að móta hefð hans jafnt á við karlmenn. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að konum hafi tekist nokkuð vel ætlunarverk sitt, því þeim tókst að skapa nýtt tilraunarými í myndlist.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hap_midill_motun.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HelgaArnbjörg.pdf300.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF