is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24207

Titill: 
  • „Því heiti ég og legg við drengskap minn og heiður“: Meðferð trúnaðarupplýsinga í íslenskri stjórnsýslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig meðhöndlun trúnaðarupplýsinga var háttað hjá löggæslustofnunum og löggæslutengdum stofnunum . Markmiðið var einnig að varpa ljósi að skyldur stofnananna og kvaðir varðandi meðferð trúnaðar¬upplýsinga og hvernig þeim tókst að framfylgja þeim. Rannsóknin byggði á eigindlegri aðferðafræði, með hálfstöðluðum viðtölum við 13 einstaklinga og voru rannsóknar¬spurningarnar sem leitast var við að svara þrjár: Hvað skilur trúnaðar¬upplýsingar frá almennum upplýsingum, hver er geta ríkisstofnana til að tryggja öryggi trúnaðarupplýsinga og hvernig er fræðslu ríkisstarfsmanna um meðferð trúnaðarupplýsinga háttað?
    Helstu niðurstöður sýndu að ekki var stuðst við kerfisbundið flokkunarkerfi upplýsinga heldur voru allar upplýsingar viðkvæmar upplýsingar. Áhrif lagalegra trúnaðar- og þagnarskyldu sem og almennrar hollustuskyldu voru greinileg og jafnvel ofar í hugum viðmælenda en þörf fyrir sérstöku regluverki um meðferð upplýsinga.
    Almennt þóttu löggæslustörf vera þess eðlis að erfitt væri að takmarka aðgangsheimildir að upplýsingum. Fræðslu um meðferð trúnaðarupplýsinga var ábótavant, bæði í grunnþjálfun sem og endurmenntun. Samræmt regluverk um lágmarks-kröfur varðandi stýringu, meðferð, merkingu og miðlun viðkvæmra upplýsinga vantar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Því heiti ég og legg við drengskap minn og heiður.pdf945.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf290.99 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna