is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24209

Titill: 
  • Mannfræðilegt sjónarhorn á skrifræði og vald og áhrif þess á fyrirtækja- og öryggismenningu í framleiðslufyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í upphafi ritgerðarinnar geri ég grein fyrir skrifum fræðimanna eins og Laura Nader sem kallaði á það að mannfræðingar færu að einbeita sér að rannsaka upp (study up), með því að skoða efri lög samfélagsins með tilliti til valds og þess háttar. Ég geri svo grein fyrir verkum Max Weber varðandi skrifræðislíkanið hans sem byggir á röklegum og skilvirkum leiðum til stjórnunar og geri grein fyrir þeim kostum og göllum sem skrifræðislíkanið hefur í för með sér, bæði fyrir skipulagsheildir og þá einstaklinga sem það hefur áhrif á. Hugmyndir Michel Foucault varðandi stjórnvaldstækni (governmentality) og lífpólitík (biopolitics/biopower) fylgja svo á eftir Weber, þar geri ég grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið í sambandi við stórnunarhætti fyrirtækja og ábyrgð sem færð er yfir á einstaklinga til þess að sjá um stjórn á sinni eigin hegðun og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Ég ber svo saman hugmyndir Weber og Foucault og sýni fram á hvað þessar hugmyndir eiga sameiginlegt og gef dæmi um hvernig þær virka innan skipulagsheilda. Loks geri ég grein fyrir hvaða áhrif þessar kenningar hafa á fyrirtækja- og öryggismenningu og hvernig samspil menningarinnar og kenninganna hafa áhrif á öryggismál innan iðnaðar- og framleiðslufyrirtækja. Þó svo að Weber og Foucault séu ekki mannfræðingar hafa mannfræðingar þó stuðst við hugmyndir þeirra til þess að gera grein fyrir áhrifum valds á einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Þór Ægisson.pdf627.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skemman.pdf281.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF