is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24211

Titill: 
 • Samband svefntruflana og höfuðverkja Íslensk hóprannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Svefnraskanir hafa mikið verið rannsakaðar um allan heim og það sama má segja um höfuðverki. Minna er um rannsóknir á því hvort að samband sé á milli þess að vera með höfuðverk/i og að vera með truflaðan svefn. Íslendingar nota mjög mikið af svefnlyfjum og mun meira en nágrannaþjóðir okkar. Rannsóknir sýna að of stuttur svefn tengist ýmis konar heilsufarsvanda. Þekkt er að ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á gæði eða lengd svefns.
  Markmið: Aðalmarkmið verkefnisins var að skoða samband svefntruflana og höfuðverkja á Íslandi. Auk þess að skoða algengi höfuðverkja og svefnvandamála og svefnlyfja- og verkjalyfjanotkun Íslendinga. Annað markmið var að kanna samsetningu úrtaks í rannsókn á Svefnklukku Íslendinga og bera saman við tölur frá hagstofu Íslands.
  Aðferðir: Notast var við svör spurningalista sem 1.219 einstaklingar svöruðu í ársbyrjun 2015 tengt þverfaglegu rannsókninni á Svefnklukka Íslendinga - áhrif stöðugs misræmis staðar- og sólarklukku á heilsufar Íslendinga.
  Niðurstöður og umræður: Ekki er hægt að segja til um það út frá niðurstöðum þessa verkefnis hvort að samband sé á milli höfuðverkja og svefntruflana og þyrfti að skoða það í stærra úrtaki til þess að eiga möguleika (hafa tölfræðilegt afl) á að sjá marktækan mun ef hann er til staðar.
  Algengi svefnleysis á Íslandi samkvæmt DSM-IV viðmiðum var 7,2% og það er um 25% hærra en í rannsóknum frá öðrum löndum sem einnig notuðu DSM-IV greiningarviðmið. Aftur á móti var algengi höfuðverkja 42,0% sem er svipað niðurstöðum úr öðrum rannsóknum. Hlutfallslega fleiri konur voru með svefnleysi og eða höfuðverki samanborið við karlar og er það í samræmi við rannsóknir annarra.
  Samanburður á þátttakendum í rannsókninni á Svefnklukku Íslands og nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands sýndi að úrtakið er vel yfirfæranlegt.

Samþykkt: 
 • 6.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjálmar Þórarinsson4.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna